120
Deilan mikla
Og þann sannleik sem þeir lærðu létu þeir sér ant um að kenna
og útbreiða. Olafur Petri varði með mikilli mælsku og þekk-ingu
kenningar siðabótarinnar gegn páfanum, frammi fyrir konunginum
og leiðandi stórmennum þjóðarinnar. Árangurinn af þeirri kappræðu
varð sá að Svía konungur tók mótmælenda trú og skömmu síðar lýsti
þjóðþingið því yfir að þjóðin skyldi vera mótmælendatrúar. Svíþjóð
var nú orðin öruggasta vígi siðabótarinnar.
Lúter hafði opnað biblíuna fyrir þýzku þjóðinni, en á sama tíma
hóf Tyndale það starf á Englandi. Biblía Wycliffes hafði verið þýdd
af latínu og voru í henni marg-ar villur. Hún hafði aldrei verið
prentuð og kostnaðurinn að skrifa hana upp var svo mikill að engir
gátu keypt afrit af henni nema stórmenni og auðmenn; og með því að
þessi biblía var undir ströngu eftirliti kirkjunnar, var hún tiltölulega
mjög óvíða. Árið 1516, ári áður en mótmæl-endasetningar Lúters
birtust, hafði Erasmus gefið út sínar grísku og latnesku þýðingar af
nýja testamentinu. Nú var Guðs orð í fyrsta skifti í sögunni prentað
á sínu upphaflega máli. Í þessum bókum voru margar fyrri villur
leiðréttar, og var biblían yfir höfuð gerð miklu auð-skildari. Nú sáu
margir lærðir menn Guðs orð í nýju ljósi, og varð þetta til þess
[167]
að gefa siðabótinni byr undir báða vængi. En alþýðunni var enn
að mestu leyti fyrir-munað að lesa orð Drottins. Tyndale varð til
þess að fullkomna verk Wycliffes; hann þýddi biblíuna á tungu
þjóðar sinnar. Hann var mesti lærdómsmaður; ákafur leitarmaður
eftir sannleikanum; hann hafði lesið biblíuna á grísku eftir Erasmus.
Hann prédikaði hiklaust sann-færing sína og krafðist þess að allar
kenningar skyldu byggjast á biblíunni sjálfri. Páfinn hélt því fram
að biblían væri undir kirkjuna gefin, þar sem kirkjan væri móðir
biblíunnar, og gæti því kirkjan ein skýrt hana. Þessu svaraði Tyndale
þannig: “Vitið þér hver kendi gamminum að finna bráð sína? Ef svo
er, þá vitið það einnig að hinn sanni Guð kendi sínum hungruðu
börnum að finna föður sinn í orði hans. Svo langt er frá því að
þér hafið gefið oss biblíuna að þér hafið öllu heldur dulið fyrir oss
sannleika hennar. Það eruð þér sem brennið þá, er sannleikann kenna;
og ef þér gætuð munduð þér einnig brenna biblíuna sjálfa”.
Mikla eftirtekt vakti prédikun og kenning Tyndales, og marg-
ir snerust til sannrar trúar. En prestarnir voru ekki aðgerðalausir,
D’Aubigné, 18. bók, 4. kap.