Siðabótin í öðrum löndum
121
og jafnskjótt og hann fór reyndu þeir að eyðileggja verk hans og
áhrif, bæði með hótunum og blekkingum. Því miður hepnaðist þeim
þetta, of oft: “Hvað á nú að gera? “ sagði hann. “Á meðan eg sái
á einum stað, eyðileggur óvinurinn akurinn um leið og eg yfirgef
hann. Eg get ekki verið alstaðar. Eg vildi bara að Guð gæfi að þjóðin
ætti biblíuna á sínu eigin máli; þá gæti hún af sjálfsdáðum staðist
villukennendurna. Án biblíunnar er það ómögulegt að kenna fólkinu
sannleikann varanlega”.
Nú fékk hann nýtt áform. “Það var á máli Ísraels-manna”, sagði
hann, “sem sálmarnir voru sungnir í musteri Jehova, og ætti þá ekki
náðarboðskapurinn að vera fluttur á ensku í voru landi? Ætti kirkjan
að vera fátækari af ljósi um hádegi tilveru sinnar en um dögun?
Kristnir menn verða að lesa biblíuna á sínu eigin móður-máli”. Hinir
lærðu kennendur kirkjunnar voru skiftir að skoðunum sín á meðal.
Aðeins með ljósi biblíunnar gátu þeir komist að réttri niðurstöðu:
“
Einn fer eftir kenningum þessa og annar eftir hins. Þessir höfundar
[168]
mótmæla hverir öðrum. Er oss það þá mögulegt að dæma um hver
fer með sannleika og hver ekki?.... Hvernig? .... Vissulega með Guðs
orði”.
Nú var hann ákveðinn í því að þýða nýja testamentið á ensku,
til þess að þjóðin gæti lesið það á sinni eigin tungu. Og hann tók til
starfa umsvifalaust. Hann var ofsóttur og varð að flýja heimkynni
sitt; fór hann þá til Lundúnaborgar og hélt þar áfram starfi sínu í
næði um alllangan tíma. En einnig þar var hann ofsóttur af heift-
aræði páfaflokksins og það svo að hann varð að flýja á ný. Nú
virtist sem hann væri útskúfaður á öllu Englandi og ákvað hann því
að leita hælis í Þýzkalandi. Þar byrjaði hann að láta prenta nýja
testamentið. Tvisvar sinnum varð verkið að hætta vegna þess að
prentun var forboðin; en þegar prentun var bönnuð í einum staðnum
fór hann til annars. Loksins komst hann til Worms, þar sem Lúter
hafði fyrir fáum árum varið sannleika náðarboð-skaparins frammi
fyrir ríkisþinginu. Það var forn bær, og voru þar fjölda margir vinir
siðabótarinnar. Þar hélt Tyndale áfram verki sínu hindrunarlaust.
Brátt voru fullprentuð 3000 eintök af nýja testamentinu, og svo vel
gekk það ut að það var endurprentað áður en árið var liðið.
D’Aubigné, 18. bók, 4. kap.
D’Aubigné, 18. bók, 4. kap.