122
Deilan mikla
Tyndale var svikinn í hendur óvina sinna, og var um eitt skeið í
fangelsi í marga mánuði. Loksins varð hann að líða píslarvættisdauða
og vitnaði hann um sannleiks-gildi trúar sinnar á dánardægri. En
vopnin sem hann eftir lét hafa gert mörgum hermönnum Drottins
það mögulegt að berjast fyrir málefni hans, og enn þann dag í dag
eru þau vopn notuð með beztum árangri.
Latimer hélt því fram á ræðustóli að biblían ætti að vera prédikuð
fólkinu á þess eigin tungu. Barnes og Frith, sem voru trúfastir vinir
Tyndals, risu nú upp til þess að vernda sannleikann. Á eftir þeim
komu Ridley og Cramner. Þessir ensku siðabótamenn voru háment-
aðir, og flestir höfðu þeir verið í miklu áliti hjá róm-versku kirkjunni
fyrir guðrækni og þekkingu. Mótstaða þeirra gegn páfatrúnni orsak-
aðist af því að þeir sann-færðust um villukenningar páfans. Þegar
þeir kyntust leyndardómum Babýlonar, urðu þeir enn þá ákveðnari í
[169]
mótstöðu sinni.
Aðal kjarni kenninga þessara manna var óskeikul-leiki ritningar-
innar, sem algildrar mælisnúru fyrir breytni og líferni manna. Þetta
var sama kenningin sem þeir höfðu flutt Valdensarnir, Wycliffe, Lút-
er, Zwingle og aðr-ir samkennendur þeirra. Þeir neituðu rétti páfanna,
kirkju-þinganna, kirkjufeðranna og konunganna til þess að ráða yfir
trúfrelsi og samvizkum manna. Biblían var það, sem þeir reiddu sig
á, og samkvæmt kenningum hennar próf-uðu þeir allar fyrirskip-
anir og staðhæfingar. Trúin á Guð og hans heilaga orð var styrkur
þessara helgu manna, þegar þeir létu líf sitt sem píslarvottar fyrir
sannleikann. “Verið hugrakkir”, sagði Latimer við þá, sem dæmdir
voru ásamt honum til píslarvættisdauða, rétt um það leyti sem þeir
voru að missa lífið í bálinu. “Í dag kveikjum vér það bál, fyrir náð
og miskunsemi Drottins, sem aldrei sloknar á Englandi”.
Á Skotlandi var aldrei með öllu bælt niður það siða-bótastarf,
sem þeir höfðu byrjað, Columba og sam-starfsmenn hans. Hundruð-
um ára eftir að ensku kirkj-urnar beygðu sig undir vald Rómaborgar,
héldu skozku kirkjurnar sjálfstæði sínu. Samt sem áður náði páfa-
kirkjan sér þar niðri á tólftu öld og í engu landi lét hún eins grimmi-
lega kenna á járngreipum sínum og þar. Hvergi var myrkrið meira.
Samt sem áður skein þar ljós í myrkrinu, og boðaði dagkomu. Loll-
ardar hétu þeir, sem komu þangað frá Englandi með biblíuna og
Verk Hugh Latimere, 1. bindi, 13. bls. (útg.: “Parker Society”).