Page 127 - Deilan mikla (1911)

Siðabótin í öðrum löndum
123
kenningar Wycliffes, og unnu þeir mikið að því að halda við hinni
réttu trú; þar voru menn líflátnir sem píslarvottar á hverri öld.
Þegar hin mikla siðabót hófst komu fram rit Lúters og síðan nýja
testamenti Tyndals. Án þess að rómversku kirkjuvöldin veittu því
eftirtekt komust þessi rit út um öll lönd; hvorki fjöll né torfærur
hindruðu þau. Þessi rit voru eins og blástur að földum neista, sem nú
logaði upp og lýsti og vermdi á Skotlandi og upprætti þannig verk
þau, sem rómverska kirkjan hafði gert í síðastliðnar fjórar aldir, með
ofbeldi sínu og harðstjórn. Og blóð píslarvottanna veitti hreyfingunni
nýtt afl. Páfaleiðtog- arnir vöknuðu við vondan draum, þegar þeir sáu
[170]
hver hætta var á ferðum, og létu nú kæra, rannsaka og lífláta suma
hina göfugustu sona Skotlands. Það var rétt eins og þessir píslarvottar
hefðu reist upp altari þar sem þeir prédikuðu frá deyjandi, svo hátt
og snjalt að um alt land heyrðist; og djúp tilfinning gagntók sálir
manna, sem veitti þeim þrek til heilagra og staðfastra áforma; þeir
strengdu þess heilagt heit að kasta af sér oki rómversku kirkjunnar.
Hamilton og Wishart, sem báðir voru hinir hugrökk-ustu menn
og fyrirmynd að öllu leyti og af háum ættum, voru líflátnir af of-
sóknarmönnum og margir aðrir sam-hliða þeim. En upp af bálkesti
Wisharts reis sá, er hærra talaði en svo að rödd hans yrði kæfð; hann
átti að slá rothöggið í höfuð páfaveldisins á Skotlandi.
Þetta var John Knox. Hann hafði snúið frá hinum leyndardóms-
fullu kenningum kirkjunnar og siðum hennar og leitað sálu sinni
svölunar í hinu sanna orði Guðs. Kenningar Wisharts höfðu gert
hann ákveðinn í því að yfir-gefa rómversku kirkjuna með öllu og
ganga í lið með hinum ofsóttu mótmælendum.
Félagar hans margbeiddu hann að takast á hendur prestsembætti,
en hann veigraði sér við þeirri ábyrgð sem því fylgdi, og var það
ekki fyr en hann hafði skoðað huga sinn í einrúmi svo mörgum
dögum skifti að hann lét til leiðast og varð við bón þeirra. En þegar
hann loksins hafði tekist það starf á hendur, ruddist hann áfram
með ósigrandi staðfestu og hiklausum kjarki á meðan honum entist
aldur til. Píslarvættis brennurnar, sem blossuðu umhverfis hann urðu
aðeins til þess að hvetja hann til ennþá öflugri mótstöðu og veita
verkum hans enn þá meiri áhrif.
Þegar hann stóð augliti til auglitis við drotninguna á Skotlandi
bar John Knox óbifandi vitnisburð sannleika Drottins, og hafði þó
mörgum djörfum siðabótamanni fall-ist hugur þegar hann mætti