Eyðilegging Jerúsalemsborgar
Frá Olíufjallsbrúninni horfði Jesús á Jerúsalem. Fögur og frið-
sæl var sú sýn, er við honum blasti. Það var páskasýnin, og niðjar
Jakobs höfðu safnast saman úr öllum áttum, til þess að halda heil-
aga hina miklu þjóðhátíð. Mitt í aldingörðum og vínviðarreitum og
grasgrænum hlíðum, þöktum tjöldum pílagrímanna, gnæfðu í loft
upp hæðirnar með sillum og stöllum; hinar tignarlegu hallir og hinir
stórkostlegu múrar þess staðar, sem var höfuðborg Ísraelsmanna.
Það var eins og Zíons dóttir segði með miklu drambi: “Eg sit og
er drotning,...og fæ alls ekki sorg að sjá”. Þannig var hún fögur
eins og hér hefir verið lýst, og taldi sig eins örugga þá fyrir augliti
Drottins, eins og þegar hið konunglega skáld sagði mörgum öldum
áður: “Yndislega rís Zíonsfjall, g. jörvalls landsins gleði ... borg þess
mikla konungs”.
Hin stórkostlegu mannvirki musterisins blöstu beint við augum
í allri sinni dýrð. Geislar hinnar hnigandi kvöldsólar ljómuðu upp
marmaraveggi þess, sem voru hvítir eins og snjór. og skinu dýrðlega
frá hinu gullna hliði, turni og háturni. Sem “ímynd fegurðarinnar”
var borgin sá staður, sem Gyðinga þjóðin var stolt af. Hver var sá
meðal Ísraelsmanna, sem horft gæti á þá dásam-legu sýn, án þess að
í brjósti hans hreyfði sér straumur heitrar gleði og aðdáunar!
En það voru alt aðrar hugsanir, sem gagntóku Jesú. “Og er hann
kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni”.
Og hinn almenni
fögnuður yfir hinni sigursælu innreið hans, þegar alt fólkið, og það
jafnvel lærisvein- arnir, áttu von á því að hann settist í hásæti Davíðs
[22]
til þess að stjórna sem jarðneskur konungur; þegar veifað var pálma-
viðargreinum; þegar glaðir riddarar hrópuðu siguróp er bergmáluðu
í hæðunum, og þúsundir radda lýstu því yfir að hann væri konungur.
—
Já, þá var frelsari heimsins þungt haldinn af skyndilegri og leynd-
ardóms-fullri hrygð. Hann, sjálfur sonur Guðs, sá sem fyrirheit-inn
hafði verið Ísraelslýð; hann sem hafði með krafti sín-um yfirunnið
Sálm. 48: 2 (þýðing frá 1866)
Lúk. 19: 41.
9