Page 14 - Deilan mikla (1911)

10
Deilan mikla
dauðann og kallað fanga hans úr djúpi grafarinnar — hann grét fögr-
um tárum; ekki venjuleg-um sorgartárum, heldur tárum hafdjúpra
og óútmálan-legra kvala.
Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað hvað til friðar heyrir!
en nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir
þig að óvinir þínir munu gjöra hervirki um þig og setjast um þig og
þröngva þér á alla vegu; og þeir munu leggja þig að velli og börn
þín. sem í þér eru og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér, vegna
þess að þú þektir ekki þinn vitjunartíma”.
Sagan um hina sérstöku vernd Drottins og hand-leiðslu á hinni
útvöldu þjóð í meira en þúsund ár, var fyrir augum Jesú eins og opin
bók. Jerúsalem hafði hlot-ið meiri heiður af Guði en nokkur annar
staður á jarðríki. “Því að Drottinn hefir útvalið Zíon; þráð hana sér
til bústaðar”.
Þar höfðu heilagir spámenn talað aðvörun-arorðum
svo öldum skifti; þar hafði Drottinn birst sjálfur í skýi dýrðarinnar
uppi yfir náðarstólnum. Ef Ísraelslýður sem þjóð hefði verið trúr
hinum himneska stjórnanda, þá hefði Jerusalem staðið um aldur og
æfi. sem Guðs útvalinn staður.
En saga þessarar útvöldu þjóðar
var saga afturfara og uppreista. Íbúar borgar-innar höfðu staðið á
móti hinni himnesku náð, misbeitt hlunnindum sínum og lítilsvirt
tækifæri sín.
Með dýpri ást og hluttekningu en jarðneskum föður er unt að
auðsýna syni sínum hafði “Drottinn, Guð feðra þeirra sent þeim
stöðugt áminningar fyrir sendiboða sína, því að hann vildi þyrma lýð
sínum og bústað sín-um”.
pegar hvatningar, aðvaranir og ávítanir
dugðu ekki, þá sendi hann þeim beztu gjöfina sem til var á himni;
[23]
já, í þeirri einu gjöf var alt ríki himnanna fólgið. Sjálfur sonur Guðs
almáttugs var sendur til þess, að leiða hina harðsvíruðu borg á rétta
leið. í þrjú ár hafði Drottinn ljóssins og dýrðarinnar umgengist fólk
sitt; huggað og styrkt hina sorgmæddu; frelsað þá sem bundnir voru;
veitt blindum sýn, látið halta ganga og dauða heyra; hreinsað líkþráa,
reist menn frá dauðum og boðað fátækum fagnaðarerindið.
Þótt
Lúk. 19: 42-44.
Sálm. 132: 13.
Sjá Jer. 17: 21-25
2.
Kron. 36: 15.
Sjá Lúk. 4: 18.