Eyðilegging Jerúsalemsborgar
11
hann hlyti ilt fyrir gott og hatur fyrir kærleika,
þá hafði hann stöðugt
rekið miskunnarerindi sitt. Aldrei lét hann þá syrgjandi frá sér fara
er á náðir hans leituðu. Öldur miskunnar-innar, sem hin steinhörðu
hjörtu hrundu frá sér, komu aftur með enn þá meiri krafti djúprar
meðaumkvunar og óútmálanlegs kærleika.
En Ísraelslýður hafði snúið bakinu við sínum bezta vini og sínu
eina hjálpræði. Hinar kærleiksríku áminn-ingar hans höfðu verið
fyrirlitnar; aðvaranir hans látnar eins og vindur um eyrun þjóta; ráð
hans höfð að athlægi. Stund vonar og fyrirgefningar leið óðfluga;
bikar Guðs reiði, sem lengi hafði verið frestað, var nálega barma-
fullur. Skýið, sem verið hafði að draga upp á himininn, á hinum
löngu tímum fráfalls og uppreista, var nú að því komið að steypast
yfir hina seku þjóð. Og hann, som einn gat frelsað hana frá hinum
yfirvofandi örlög-um, hafði verið lítilsvirtur, honum misboðið og
hafnað og að því var komið að hann yrði krossfestur.
Þegar Kristur hékk á Golgata krossinum, þá voru hinir blessunar-
ríku dagar fsraelslýðs sem þjóðar taldir og Guðs sérstaka handleiðsla
á honum varaði ekki lengur. Tap jafnvel einnar sálar er meira virði
en gróði allra auðæfa veraldarinnar. En þegar Kristur horfði á Jerú-
salem, þá sá hann frammi fyrir sér dóm heillar borgar, heillar þjóðar
—
sú borg, sú þjóð, hafði einu sinni verið Guðs útvalin og hans
sérstaki fjársjóður.
Þegar Kristur leit fram í aldirnar, sá hann Guðs út-völdu þjóð
dreifða út um heim allan. Í hinni jarðnesku hefnd, sem þegar var
að koma yfir börn borgarinnar, sá hann aðeins fyrsta teyginn af
bikar reiðinnar, sem þjóðin verður að tæma til botns á degi dómsins.
Guðleg með-aumkvun; óútmálanleg ást, lýstu sér í hinum hryggilegu
[24]
orðum: “Jerusalem, þú sem líflætur spámennina og grýt-ir þá, sem
sendir eru til þín, hversu oft hefi eg viljað samansafna börnum þínum,
eins og þegar hæna safnar ungum sínum undir vængi sér — og þér
hafið ekki viljað það”.
“
Og þó viljið þér ekki koma til mín, til þess
að þér öðlist lífið”.
par sem Kristur sá Jerúsalem, sá hann ímynd
heimsins forherts í trúleysi og uppreist á leiðinni til hegnandi reiði
hins guðlega dóms. Hörmungar fallins mannkyns, sem lágu eins og
þungt farg á sálu hans, knúðu af vörum hans hin ógurlega bitru orð;
Sjá Sálm. 109: 5.
Matt. 23: 37.
Jóh. 5: 40.