12
Deilan mikla
hann sá allar syndir skráðar í mannlegum tárum og hörmungum og
blóði. Hjarta hans hrærðist af ómælanlegri með-aumkun yfir hinum
þjáðu og líðandi íbúum jarðarinnar; hann brann af djúpri þrá til þess
að friða þá alla. En jafnvel hans sterka hönd gat ekki haldið til baka
hinni þungu öldu mannlegs böls. Fáir voru þeir, sem vildu snúa sér í
bæn til hinnar einu hjálpar, sem þeim var möguleg. Hann var fús að
selja sálu sína í dauðann þeirra vegna, til þess að þeir mættu hljóta
frelsi. En fáir vildu koma til hans til þess að leita sér lífs.
Að hugsa sér almætti himinsins gráta fögrum tár-um. Son hins
almáttuga Guðs hryggan í anda, yfirbug-aðan af sorg! Slík sjón
varð öllum himinbúum undrun-arefni. Slík sjón opinberar oss hina
ómælilegu spilling syndarinnar; hún sýnir hversu erfitt það er, jafnvel
fyr-ir takmarkalausan kraft, að frelsa hina seku frá afleið-ingum þess
að brjóta hið heilaga lögmál Guðs.
Þegar Jesús skoðaði í huga sér hina síðustu kynslóð, þá sá hann
heiminn undirorpinn hinni sömu blekkingu, sem varð Jerusalem að
falli. Höfuðsynd Gyðinga var sú að þeir höfnuðu Kristi; höfuðsynd
kristinna manna sá hann að verða mundi sú að þeir höfnuðu lögmáli
Guðs; grundvelli hans heilögu stjórnar á himni og jörðu. Fyr-irskip-
anir Jahve sá hann að verða mundu fyrirlitnar og lítilsvirtar. Miljónir
manna í syndafjötrum sá hann sem falla mundu fyrir syndinni, sem
þrælar djöfulsins; hann sá að þeir yrðu dæmdir til þess að líða hinn
annan dauða; hann sá að þeir mundu ekki hlusta á orð sannleikans á
meðan vit. iunartími þeirra stæði yfir.
Nálega í fjörutíu ár eftir að dómur Jerúsalemsborg- ar hafði
[25]
[26]
[27]
verið tilkyntur af Kristi sjálfum, frestaði Drott-inn dómi sínum yfir
borginni og þjóðinni. Undravert var það hversu þolinmóður Drottinn
var við þá, sem höfnuðu náðarboðskap hans og myrtu son hans.
Dæmisagan um ófrjóa tréð táknar skifti Guðs við Gyðinga þjóðina.
Boð hafði verið gefið út á þessa leið: “Högg þú það upp; hvers vegna
á það einnig að gjöra jörðina arðlausa”.
En guðleg náð þyrmdi trénu
enn um nokkra stund. Enn voru margir meðal Gyðinga, sem voru
mjög fáfróðir um eðli og verk Krists. Og börnin höfðu farið á mis
við mentatækifæri og þekkingarljós það, sem foreldrar þeirra höfðu
hafnað. Með prédikun postulanna og félaga þeirra lét Guð ljós skína
í hugum þeirra; þeim átti að auðnast að sjá hvernig spádómarnir
Lúk. 13: 7.