Eyðilegging Jerúsalemsborgar
13
rættust, ekki aðeins að því er fæðing Krists og líf snerti, heldur einnig
í dauða hans og upprisu. Börnin voru ekki fordæmd fyrir syndir for-
eldra sinna, en þegar börnin höfnuðu því auka ljósi, sem þeim var
sjálfum gefið, í viðbót við það, sem birst hafði foreldrum þeirra, þá
urðu þau hluttakendur í syndum foreldra sinna, og fyltu mæli sinna
eigin synda.
Allir spádómar Krists um eyðilegging Jerúsalems-borgar hafa
bókstaflega komið fram. Gyðingar reyndu sannindi orða hans og að-
varana: “Þeim dómi sem þér dæmið verðið þér dæmdir og með þeim
mæli sem þér mæl-ið verður yður mælt”.
Tákn og stórmerki skeðu,
sem boðuðu dóm og eyðileggingu. Um miðja nóttu ljómaði óeðlilegt
ljós yfir musterinu og altarinu. Um sólarlag voru málaðir vagnar
og menn samansafnaðir til orustu, á skýjum himinsins. Prestarnir
sem framkvæmdu guðs-þjónustu að kveldinu í helgidóminum, urðu
skelfdir af leyndardómsfullu hljóði, sem þeir heyrðu. Jörðin skalf og
fjöldi radda heyrðist hrópa segjandi: “Látum oss fara héðan”.
Skelfingin sem kom yfir Jerusalem þegar Titus síð-ast sat um
borgina var ógurleg. Ráðist var á borgina á þeim tíma, þegar miljónir
Gyðinga voru þar samansafn-aðir á páskahátíðinni. Forðabúr þeirra,
sem hefði geymt nægilegt af vistum handa öllum íbúum í mörg
ár, ef spar-lega hefði verið með farið, hafði áður verið eyðilagt af
afbrýðissemi og hefnigirni hinna ósammála flokka, og nú varð fólkið
[28]
að þola hungursneyð með öllum þeim skelf-ingum sem henni fylgja.
Þúsundir manna fórust af hungri og drepsóttum.
Foringjar Rómverja reyndu að skjóta Gyðingum skelk í bringu
og fá þá þannig til þess að gefast upp. Fangarnir sem veittu mótstöðu
þegar þeir voru teknir fastir, voru píndir og kvaldir og krossfestir
úti fyrir borgarveggjunum. Hundruð manna voru daglega líflátn-ir á
þennan hátt, og þessu hræðilega verki var haldið áfram þangað til
krossarnir voru orðnir svo þéttir í röð í Jósafats dalnum og á Golgata,
að tæplega var mögu-legt að komast á milli þeirra. Svona hræðileg
voru þau orð, sem töluð voru frammi fyrir dómstóli Pílatusar: “Komi
blóð hans yfir oss og yfir börn vor”.
Títus hefði verið fús að enda þessar skelfingar, og fría þannig
Jerúsalem við mestu hörmungar þess dóms, er yfir henni var feldur.
Matt. 7: 2.
Matt. 27: 25.