14
Deilan mikla
Honum blöskraði, þegar hann sá lík hinna dauðu liggja í hrúgum
í dölunum. Eins og steini lostinn stóð hann á Olíufjallinu, horfði
á hina tign-arlegu borg og skipaði þannig fyrir að ekki skyldi einn
einasti steinn vera snertur. En boðum hans var ekki hlýtt. Eftir að
hann var kominn inn í tjald sitt um kveld-ið, réðust Gyðingar á
hermannasveit úti fyrir, þegar þeir komu frá musterinu. Í orustunni
kastaði hermaður einn eldibrandi í gegn um op í súlnagöngunum,
og innan augna-bliks voru herbergin umhverfis hina helgu byggingu
í björtu báli, því þau voru þiljiuð með citrus-viði:
“
Títusi varð ómögulegt að stöðva æði hermannanna; hann fór inn
í musterið með herforingjum sínum og skoð-aði hina helgu byggingu
að innan. Hann var gagntekinn af þeirri dýrð, sem hann leit þar, og
með því að logarnir höfðu enn ekki læst sig inn í helgidóminn,
reyndi hann árangurslaust að bjarga honum. Hann eggjaði enn her-
mennina á að hætta skemdarverkum sínum. En jafnvel virðingin fyrir
keisaranum var ekki nægileg til þess að sefa hið æsta skap þeirra
gegn Gyðingum, hina miklu orustu þrá og hina óseðjandi löngun til
herfangs
Hermaður kastaði brennandi eldibrandi, án þess að eftir væri
tekið, inn á milli hjaranna á hurðinni. Öll byggingin stóð nú í björtu
báli á augabragði. Blindandi reykur og óþolandi hiti olli því, að
[29]
herforingjarnir urðu að fara út og hin tignarlega bygging brann til
kaldra kola”.
Eftir eyðilegging musterisins féll öll borgin við-stöðulítið í hend-
ur Rómverja; bæði musterið og borgin voru sléttuð við jörðu, og
jörðin þar sem hin helga bygg-ing hafði staðið var “plægð eins og
akur”.
Í umsátinni og manndrápinu sem henni fylgdi, fórst meira en
miljón manna. Þeir sem eftir lifðu, voru fluttir burt sem fang-ar, seld-
ir sem þrælar; dregnir til Rómaborgar, til þess að gjöra tilkomumeiri
heimkomu sigurvegaranna; þeim var sumum kastað fyrir villudýr á
leiksviðunum, en aðrir dreifðust út um allan heim, sem athvarfs-og
ættjarðar-lausir farandmenn.
En ekki fórst einn einasti kristinn maður við eyði-leggingu
Jerúsalemsborgar. Kristur hafði aðvarað læri-sveina sína, og all-
ir þeir, sem trúðu aðvörunum hans, höfðu gætur á þeim táknum sem
Milman, “History of the Jews”, 16. bók.
Jer. 26: 18.