Eyðilegging Jerúsalemsborgar
15
ske skyldu. “En er þér sjáið Jerusalem umkringda af herfylkingum”,
sagði hann, “þá vitið, að eyðing hennar er í nánd. Þá flýi þeir, sem
eru í Júdeu, til f jallanna, og þeir, sem eru inni í borginni, flytji sig
burtu”.
Eftir að Rómverjar höfðu umkringt borgina, hættu þeir umsátinni
að óvörum, þegar alt virtist þeim hag-stætt til tafarlausrar árásar.
Hinir umsetnu örvæntu um möguleika þess að veita mótstöðu og
voru að því komnir að gefast upp, þegar rómverski hershöfðinginn
fór burt með lið sitt, að því er virtist gjörsamlega að ástæðulausu. En
Guðs miskunnsemi og almætti stjórn-aði málum til hins bezta fyrir
fólk sitt. Hið fyrirheitna teikn hafði verið gefið hinum eftirvæntandi
kristnu mönn-um og nú var öllum veitt tækifæri sem vildu til þess
að hlýða aðvörunum frelsarans. Tafarlaust flýðu þeir á örugga staði
—
til borgarinnar Pella í Persalandi, hinu-megin árinnar Jordan.
Spádómar frelsarans um dóm þann, sem yfir Jerú-salem átti að
ganga, eiga enn eftir að hljóta aðra upp-fyllingu, og í sambandi við
það var þessi skelfilega eyði-legging ekki nema lítilfjörlegur skuggi. í
forlögum hinn-ar útvöldu borgar getum vér séð hvað fyrir heiminum
á að liggja, sem hefir hafnað miskunn Guðs og fótumtroð-ið hans
[30]
heilaga lögmál.
Svört er saga mannlegra hörmunga, sem skeð hafa á jarðríki um
hinar mörgu aldir alls konar glæpa. Hjartað veiklast og hugurinn
sljófgast þegar til þess er hugsað. Skelfilegar hafa verið afleiðingar
þess að menn höfnuðu krafti Drottins; en þó er enn þá dimmra tíma-
bil skýrt í opinberuninni viðvíkjandi framtíðinni. Saga hins liðna,
—
hinir löngu tímar óeirða, stríða og uppreista, “þegar hver maður
gekk fram í miklum vopnagný, og klæðin velktust í blóði, og alt,
sem brenna náði, varð eldsmatur”.
Hvað er alt þetta í mótsetning
við skelfing þess dags, þegar Guð heldur anda sínum með öllu frá
hinum spiltu, svo þeir geta ekki lengur haldið í skefjum æði mann-
legra girnda og djöfullegri grimd! Þá mun heimurinn sjá gleggra en
nokkru sinni áður, áhrif hinnar djöfullegu stjórnar.
En á þeim degi, eins og þegar Jerusalem var eyðilögð, verður
fólk Guðs frelsað: “Allir þeir, sem skráðir eru meðal hinna lifandi”.
[31]
Lúk. 21: 20, 21.
Jes. 9: 5 (þýðing frá. 1866).