Ofsóknir á fyrstu öldum
Frelsarinn sá það þegar í byrjun hversu ofviðrin mundu dynja á
hinni kristnu kirkju, og þegar hann horfði lengra fram í tímann sá
hann hina æðisgengnu eyðandi storma ofsóknanna, sem lærisveinar
hans áttu að mæta í framtíðinni á öldum myrkranna og ofsóknanna. Í
fáum og stuttum setningum, þrungnum af djúpri og ægilegri þýðingu,
spáði hann um mótþróa þann, sem stjórnendur heimsins mundu veita
söfnuði Drottins.
Saga kirkjunnar á fyrstu öldum vitnaði um uppfyll-ing þessara
spádóma frelsarans. Völd heims og helju tóku saman höndum gegn
Kristi í ofsóknum á móti læri-sveinum hans. Heiðindómurinn sá
það fyrir fram að ef náðarboðskapurinn yrði yfirsterkari, þá hryndu
hof hans og ölturu til grunna; þess vegna var það að heiðindóm-
urinn fylkti öllu sínu liði til þess að eyðileggja kristnina. Eldar
ofsóknanna voru kyntir af alefli; kristnir menn voru sviftir eignum
sínum og reknir burt frá heimilum sínum. Þeir “urðu að þola mikla
raun þjáninga”. Þeir “urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og
þar á ofan fjötrum og fangelsi”.
Fjöldi þeirra innsiglaði vitnisburði
sína með blóði sínu. Tignir borgarar jafnt sem þrælar; ríkir jafnt sem
fátækir; lærðir jafnt sem fáfróðir voru líflátnir miskunnarlaust.
Þessar ofsóknir hófust á ríkisstjórnarárum Nerós, um það leyti
sem Páll postuli leið píslarvættisdauða og héldu áfram með meira
og minna æði svo öldum skifti. Kristnir menn voru ranglega kærðir
um hina ógurleg-ustu glæpi, og því lýst yfir að þeir væru orsök í
ósegjan- legum hörmungum — svo sem hungursneyð, drepsóttum,
[32]
og jarðskjálfta. Þegar þeir urðu fyrir almennu hatri og grunsemd
voru menn reiðubúnir að koma fram gegn þeim og bera Ijúgvitni í
gróða skyni, þótt þeir vissu að þeir væru saklausir. Þeir voru dæmd-
ir sem uppreistar-menn gegn ríkinu, sem fjandmenn trúarinnar og
vargar í véum í félagslífi manna. Fjölda mörgum þeirra var kastað
fyrir óarga dýr eða þeir brendir á báli í samkvæm-issölum. Sumir
Matt. 24: 9, 21, 22.
Heb. 11: 36, 37.
16