Page 21 - Deilan mikla (1911)

Ofsóknir á fyrstu öldum
17
voru krossfestir, aðrir voru vafðir í skinnum villidýra og þeim síðan
kastað inn á leiksviðið, þar sem þeir voru rifnir í sundur af grimm-
um hundum. Þessar aðferðir, sem kallaðar voru hegningar, voru oft
hafðar til skemtunar á almennum samkvæmum. Ótelj-andi manngrúi
safnaðist oft saman til þess að horfa á slíkt sér til ánægju, og hlátur
og lófaklapp gall við þegar hinir deyjandi píslarvottar engdust sundur
og saman af ofraun kvalanna.
Hvar sem lærisveinar Krists leituðu hælis voru þeir ofsóttir eins
og þeir væru rándýr. Þeir neyddust til þess að fara huldu höfði og
felast á auðnum og afskektum stöðum. “Alls vana, aðþrengdir og
illa haldnir reikuðu þeir um óbygðir og fjöll og héldust við í helium
og jarð-holum”.
Já, slík voru kjör þeirra manna, sem svo voru göfugir að heim-
urinn var þeirra ekki verður. Þúsundir manna leyndust í grafhvelf-
ingum. Undir hæðum fyrir utan Rómaborg höfðu löng göng verið
grafin gegn um jarðveg og kalk. Eins og net kvísluðust þessi mörgu
jarðgöng í allar áttir út fyrir borgarmúrana. í þessum neðanjarð-
arfylgsnum grófu lærisveinar Krists sína dauðu og þang-að leituðu
þeir einnig á flótta fyrir ofsóknum og hnefa-rétti; þar var þrautalend-
ingin þegar hvergi var örugt annarsstaðar.
Engar ofsóknir, hversu hlífðarlausar sem þær voru, veiktu hjá
lærisveinum Krists trúna á hann, né öftruðu þeim frá því að vitna
um hann. Þó þeir væru rændir öllum þægindum; útilokaðir frá sól-
arljósinu, og leitandi hælis og heimilis í hinum dökku og dimmu
iðrum jarðar-innar, þar sem friður og öryggi ríkti, þá mögluðu þeir
aldrei. Þeir hughreystu hverir aðra með orðum trúar, þolgæði og
vonar til þess að þola harðrétti og hörmungar. pótt þeir væru sviftir
[33]
[34]
[35]
allri veraldlegri blessun, var það engum mögulegt að neyða þá til
þess að afneita trúnni á Krist. Þrautir og ofsóknir skoðuðu þeir sem
meðal er færði þá nær heimkynni hvíldar og verðlauna.
Eins og þjónar Drottins í fornöld voru margir þeirra “pyndaðir
og þáðu ekki lausnina, til þess þeir öðluðust betri upprisu”,
þeir
heyrðu rödd Drottins segjandi: “Vertu trúr alt til dauðans og þá mun
eg gefa þér lífsins kórónu”.
Heb. 11: 37, 38.
Heb. 11: 35.
Opinb. 2: 10.