18
Deilan mikla
Árangurslausar voru tilraunir myrkrahöfðingjans til þess að eyði-
leggja kirkju Krists með ofbeldi. Hin mikla deila, sem lærisveinar
Krists urðu að láta lífið fyrir, hvarf ekki úr sögunni þegar hinir
trúföstu merkisberar gengu til moldar. Þeirra stærsti sigur var í ósigr-
inum. Verkamenn Drottins voru líflátnir, en verk þeirra héldu áfram
stöðugt og sívaxandi. Náðarboðskapurinn út-breiddist og þeim fjölg-
aði ár frá ári sem hann aðhyltust. Hann komst þangað sem ómögulegt
var að komast, jafn-vel hersveitum Rómverja.
Þúsundum manna var varpað í fangelsi og þeir líf-látnir; en aðrir
risu upp til þess að koma í þeirra stað og bera merkið sem þeir
höfðu haldið á lofti. Og þeir sem dóu píslarvættisdauða fyrir trú
sína voru trygðir Kristi og af honum taldir sigurvegarar. Þeir höfðu
bar-ist góðri baráttu og þeir áttu að hljóta kórónu dýrðarinn-ar þegar
Kristur kæmi. Allar þær hörmungar sem hinir kristnu menn liðu
færðu þá bæði nær hverja öðrum og nær frelsara þeirra. Þeirra lifandi
eftirdæmi og þeirra deyjandi vitnisburðir voru stöðugir vitnisburðir
um sann-leikann og þar sem sízt var við búist yfirgáfu fylgjendur
myrkrahöfðingjans þjónustu hans og fylktu sér undir merki Krists.
Myrkrahöfðinginn þurfti því á leyniráðum að halda til þess að
betur mætti hepnast stríð hans gegn stjórn Drottins; í því skyni
laumaði hann merki sínu inn í hina kristnu kirkju. Ef honum tækist
að blekkja fylgjendur Krists og fá þá til þess að vanþóknast Guði
sínum, þá var það unnið að styrkur þeirra, þrek og staðfesta hlaut að
fara út um þúfur og þeir að verða sigraðir með lítilli fyrirhöfn.
[36]
Hinn mikli óvinur reyndi nú að koma því fram með brögðum,
sem honum hafði mistekist að vinna með ofur-efli. Ofsóknirnar
hættu og í þeirra stað komu hinar hættulegu ginningar og freistingar
í sambandi við trúar-lega velgengni og veraldlega upphefð. Skurð-
goðadýrk-endur voru leiddir til þess að taka upp nokkur atriði hinnar
kristnu trúar, jafnframt því sem þeir neituðu öðr-um aðalsannindum
hennar. Þeir þóttust viðurkenna Jesús sem Guðs son og trúa á dauða
hans og upprisu; en þeir höfðu enga syndar meðvitund og fundu alls
ekki til þess að þeim væri þörf á iðrun eða afturhvarfi. Þegar þeir
þannig gáfu dálítið eftir, töldu þeir það sanngjarnt að hinir kristnu
mættu þeim á miðri leið og allir gætu þannig mæzt á því atriði að
trúa á Krist.
Nú var kirkjan í voðalegri hættu. Fangelsi, pint-ingar, eldur og
sverð voru blessun í samanburði við það, sem nú dundi yfir. Sumir