Page 23 - Deilan mikla (1911)

Ofsóknir á fyrstu öldum
19
hinna kristnu stóðu fastir fyrir eins og bjarg, hvað sem á gekk, og
lýstu því yfir að þeim væri ómögulegt að slaka neitt til. Aðrir vildu
sveigja til eða slá af í sumum kenningum trúar sinnar; sögðu þeir að
með því móti að bindast félagsskap við þá sem játað hefðu nokkurn
hluta kristninnar, gætu þeir ef til vill vonast eftir að ná takmarki sínu
og snúið hinum til fullnustu. Þetta olli hinum sannkristnu mikilla
áhyggja; undir skykkju og yfirskyni uppgerðar kristni var myrkra-
höfðinginn að koma áhrifum sínum inn í sjálfa kirkjuna til þess að
veikja trúna og snúa hugum manna frá sann-leikanum.
Loksins létu flestir hinna kristnu tilleiðast að lækka merkið og
sameining átti sér stað milli kristni og heiðin-dóms. Þrátt fyrir það
þótt hjáguðadýrkendur þættust vera snúnir til kristni og sameinuðust
kirkjunni í orði kveðnu, þá héldu þeir samt fast við hjáguðadýrkun
sína og breyttu aðeins tilbeiðsluformi sínu þannig að þeir til-báðu
líkneski Krists og jafnvel Maríu og hina helgu menn. Hin hættulegu
áhrif skurðgoðadýrkunarinnar, sem þann-ig komust inn í kirkjuna,
sýrðu hana stöðugt og afvega-leiddu. Óheilbrigðar kenningar, hjátrú-
arþulur og skurð-goðasiðir voru blandaðir kirkjutrúnni og guðsþjón-
ust-unni. Þegar fylgjendur Krists sameinuðust þannig skurðgoða-
dýrkendum, spiltist kristna trúin og kirkjan tapaði hreinleika sínum
[37]
og krafti. Þeir voru þó altaf nokkrir, sem ekki létu afvegaleiðast
af þessum blekk-ingum. Þeir stóðu enn stöðugir í trúnni á höfund
sann-leikans og tilbáðu hinn eina og sanna Guð.
Það kostaði hina trúföstu ósegjanlega baráttu að standa óbif-
anlegir gegn blekkingum og móðgunum, sem voru bornar fram í
dulargerfi heilagleikans og þeím laum-að inn í kirkjuna. Biblían var
ekki viðurkend sem hin óskeikula regla og mælisnúra trúarinnar.
Kenningarnar um trúarbragðafrelsi voru taldar villulærdómar og þeir
sem þeim fylgdu voru hataðir og ofsóttir.
Eftir langt og strangt stríð afréðu hinir fáu trúföstu að slíta öllu
sambandi við hina fráföllnu kirkju, ef hún héldi áfram í falskenning-
um og skurðgoðadýrkun; þeir sáu það að skilnaður var óhjákvæmi-
legur ef þeir áttu að hlýða orði og boðum Drottins. Þeir gátu ekki
þolað yfir-sjónir sem kostuðu sáluhjálp þeirra og gáfu þau eftir-dæmi
sem stofnuðu sanntrúnaði barna þeirra og barna-barna í hættu. Þeir
voru reiðubúnir að slaka til í hverju sem var, svo framarlega sem það
kom ekki í bága við trúfesti þeirra við Guð; en þeir álitu að jafnvel