Page 24 - Deilan mikla (1911)

20
Deilan mikla
friður yrði of dýrkeyptur ef hann ætti að vera borgaður með því að
fórnfæra fyrir hann sannfæringunni.
Hinir fyrstu kristnu voru sannarlega undarlegt fólk; hið óað-
finnanlega líferni þeirra og flekklausa breytni og staðfasta trú urðu
stöðugt til þess að trufla frið syndar-anna. Þótt þeir væru fáir og fá-
tækir, lítilsvirtir og fyrir-litnir, þá stóð illgerðamönnum ótti af þeim
hvar sem framferði þeirra og kenningar þektust. Þess vegna höt-uðu
hinir óguðlegu þá með því hatri, sem Kain hataði Abel bróður sinn.
Af sömu ástæðum sem Kain myrti Abel líflétu þeir lærisveina hins
lifanda Guðs, svo að þeir fengju losnað við áhrif hins heilaga anda.
Það var fyrir sömu ástæðurnar að Gyðingar afneituðu frelsaranum og
krossfestu hann — vegna þess að hreinleiki og heilagleiki í lífi hans
og breytni var þeim stöðug áminning og ásökun fyrir sjálfselsku
þeirra og spilling. Frá dögum Krists og alt til vorra daga hafa hinir
trúu lærisveinar hans vakið á sér hatur og ofsóknir þeirra sem elska
syndina og fylgja vegum hennar. Guðspjöllin eru friðarboðskapur;
biblían er sannorð. Kristnin er þannig í eðli sínu að þegar hún er
[38]
meðtekin og henni hlýtt, þá hlýtur hún að útbreiða frið, samræmi og
hamingju á jarðríki. Kristna trúin sameinar í bræðralagi alla þá sem
henni veita mót-töku og hlýða kenningum hennar. Það var erindi
Krists í þennan heim að sætta mennina við Guð og þannig sætta þá
hvern við annan. En veröldin er yfir höfuð undir stjórn Satans, versta
óvinar Jesú Krists. Guðspjöllin kenna mönnum eiginleika lífernis,
sem er öldungis and-stætt ástríðum og girndum og þeir gera uppreist
á móti því. Þeir hata hreinleikann sem birtir og fordæmir syndir
þeirra og þeir ofsækja og eyðileggja þá, sem brýna fyrir þeim hinar
réttlátu og heilögu kröfur Guðs orðs. Það er í þessum skilningi sem
guðspjöllin eru nefnd sverð.
Hið leyndardómsfulla almætti, sem lætur það við-gangast að
hinir réttlátu þoli ofsóknir af höndum hinna óguðlegu, hefir verið
mörgum þeim mönnum erfið gáta, sem trúarveikir hafa verið. Sum-
ir eru jafnvel reiðubún-ir að kasta trúnni á Drottinn fyrir þá sök
að hann lætur viðgangast að hinir verstu menn komist áfram með
klæki sína og farnast vel, en hinir beztu og hreinustu eru of-sóttir
og kvaldir með grimdarafli þeirra. Frelsarinn sagði við lærisveina
sína: “Minnist orðsins sem eg hefi talað til yðar: Ekki er þjónn meiri
en húsbóndi hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja