Page 25 - Deilan mikla (1911)

Ofsóknir á fyrstu öldum
21
yður”.
Jesús leið fyrir oss meira en nokkrir lærisveina hans gætu
liðið vegna grimdar vondra manna. Þeir sem verða fyrir hörmungum
og píslarvætti gera ekkert annað en feta í fótspor Guðs elskulega
sonar.
Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið”.
Hann gleymir
ekki börnum sínum og vanrækir ekki þarfir þeirra, en hann leyfir
hinum illu að sýna hið sanna hugarfar þeirra til þess að enginn er á
hann trúir blekk-ist að því er þá snertir. Enn er hinum réttlátu varpað
í glóandi ofn hörmunganna til þess að þeir geti sjálfir hreinsast og
til þess að eftirdæmi þeirra geti sannfært aðra um veruleika trúar og
guðdóms. Og einnig til þess að hin óskeikula stefna þeirra verði til
fordæmingarhinum óguðlegu og trúlausu.
Guð líður það að hinum illu farnist vel, og hann líður það að
þeir opinberi óvináttu sína gegn honum; til þess að þegar þeir hafa
[39]
fylt mæli synda sinna geti allir séð réttlæti hans og miskunnsemi
í algerðri eyðileggingu þeirra. Reiðidagur hans nálgast þegar allir
þeir er brotið hafa lög hans og þjakað fólki hans hljóta nú makleg
málagjöld, þegar öll grimdarverk hinna illu gegn hinum trúuðu sæta
hegningu, eins og þau væru framin gegn Kristi sjálfum.
[40]
Jóh. 15: 20.
2.
Pét. 3: 9.