Page 26 - Deilan mikla (1911)

Fráfallið
Í öðrum pistli sínum til Þessalóniu manna sagði Páll postuli fyrir
hið mikla fráfall, sem leiða mundi af páfa-valdinu. Hann sagði að
dagur Krists mundi ekki koma “nema fráhvarfið komi fyrst og maður
syndarinnar birt-ist, glötunar sonurinn, hann sem setur sig á móti og
rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur, svo að hann
sezt í Guðs musteri og kemur fram eins og hann væri Guð”.
Og enn
fremur aðvaraði postulinn bræður sína og segir: “Því að lögleysið er
þegar farið að starfa í leyndum”.
Jafnvel svo snemma sá postulinn
það að villu-kenningar voru farnar að komast inn í kirkjuna, sem
hlytu að ryðja veg páfavillunni.
Smám saman ruddi leyndardómur ranglætisins til rúms hinu
blekkjandi guðlastsstarfi sínu; fyrst í stað þegjandi og hljóðalaust, en
síðar opinberlega og með meiri ákafa og afli. Siðir heiðninnar komust
svo að segja án þess að eftir væri tekið inn í kirkju kristninnar. Anda
málamiðlunar og samvinnu var haldið til baka um tíma með hinum
miku ofsóknum, sem kirkjan varð að þola af völdum heiðninnar; en
þegar ofsóknunum linti og kristn-in komst inn í hirðir konunganna og
réttarsalina, þá misti hún hina miklu auðmýkt og einfaldleik Krists
og lærisveina hans, en tók á sig skrautið og tilgerðina, sem eiginlega
tilheyrði prestum heiðingjanna og stjórnend-um þeirra; og í stað
skipana Drottins tók hún að kenna mannalærdóma og sögusagnir.
Þegar Konstantinus snerist að nafninu til á fyrri hluta fjórðu
aldar, var mikil gleði og fögnuður á ferðum og heimurinn klæddi sig
[41]
skikkju útvortis réttlætis, og synir hans sóttu kirkjuna og tengdust
henni til mála-mynda.
Nú fleygði spillingunni áfram hröðum skrefum; heiðindómurinn
sem virtist horfinn, var í raun réttri orð-inn sigurvegari. Andi hans
réði kirkjunni; kenningar hans, siðir og hjátrú fluttust inn í kirkju
og trú og til-beiðslusiði þeirra sem þóttust vera lærisveinar Krists.
Þessi málamiðlun milli heiðindóms og kristni varð til þess að þroska
2.
Þess. 2: 3, 4.
2.
Þess. 2: 7.
22