Page 27 - Deilan mikla (1911)

Fráfallið
23
mann syndarinnar” sem spáð er um og setja mundi sig upp á móti
og upphefja sig yfir Guð. Þetta voðalega samvinnuafl falskrar trúar
er meistara-verk myrkrahöfðingjans — minnisvarði tilrauna hans
til þess að setja sjálfan sig í hásæti og stjórna heiminum eftir sínum
eigin geðþótta.
Einu sinni reyndi Satan að gera samning við sjálfan Krist. Hann
kom til Guðs sonar á eyðimörk freisting-anna, sýndi honum öll ríki
veraldarinnar og þeirra dýrð og lofaði að gefa honum það alt í vald,
ef hann aðeins vildi viðurkenna vald myrkrahöfðingjans. Kristur at-
yrti hinn ósvífna freistara og rak hann frá sér. En Djöflinum verður
betur ágengt þegar hann freistar mann-anna á sama hátt. Til þess að
öðlast veraldleg gæði og heiður var kirkjan látin sækjast eftir hylli og
aðstoð heldri og voldugri manna hér í heimi. Og þegar kirkjan hafði
þannig hrundið Kristi frá sér var hún fengin til þess að samþykkja
samband við fulltrúa Djöfulsins — biskupinn í Rómaborg.
Það er ein af aðalkenningum rómversk kaþólskra manna að
páfinn í Róm sé hið sýnilega höfuð hinnar almennu kristilegu kirkju,
og hafi allsherjar vald yfir biskupum og prestum í öllum heimi.
Meira að segja páfanum hefir verið gefið guðlegt nafn eða nafnbót.
Hann hefir verið kallaður: “Guð Drottinn, páfinn”, og því hefir verið
lýst yfir að hann væri óskeikull. Hann krefst virðingar og viður-
kenningar allra manna, alveg eins og Djöfullinn sjálfur í eyðimörk
freistinganna, og sömu kröfu lætur hann bera fram fyrir sína hönd í
rómversku kirkjunni enn þann dag í dag, og múgur og margmenni
er reiðubúið að veita honum þá lotningu er hann heimtar.
En þeir sem óttast og elska Guð svara þessari himin- hrópandi
[42]
ósvífni eins og Kristur gjörði þegar hann mætti freistaranum og
segja: “Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja, og þjóna honum einum”.
Guð hefir aldrei gefið hina minstu bendingu um það í orði sínu að
hann hafi útnefnt nokkurn sem umboðsmann sinn hér á jörð-unni
eða höfuð kirkju sinnar. Kenning páfakirkjunnar er í beinni mótsögn
við kenningu heilagrar ritningar. Páfinn getur ekkert vald haft yfir
kirkju Krists.
Satan vissi það vel að með ljósi heilagrar ritningar gátu menn séð
blekkingar hans og veitt valdi hans mót-stöðu. Það var með Guðs orði
að jafnvel frelsari heims-ins stóð á móti valdi hans og árásum. Við
Lúk. 4: 8.