24
Deilan mikla
hverja árás varðist Kristur með skildi hins eilífa sannleika og sagði:
“
Ritað er”. Hvaða uppástungu sem freistarinn bar fram mætti Kristur
með speki og afli hins heilaga Guðs orðs. Til þess að Djöfullinn
geti haft vald yfir mönnunum og styrkt áhrif sín yfir hinu kaþólska
ofbeldi verður hann að halda fólki í fáfræði að því er Guðs orð
snertir. Þegar menn lesa biblíuna og skilja hana sjá þeir Guðs dýrð
og lítilleik þeirra sjálfra, þess vegna verð-ur að leyna hinum heilaga
sannleika Guðs orðs og sjá um að ekki útbreiðist þekking á því.
Svo öldum skifti var bönnuð sala biblíunnar. Fólki var bannað að
lesa hana eða hafa hana á heimilum sínum, og óhlutvandir prestar
og skriftlærðir menn þýddu hana fyrir fólkinu á þann hátt sem bezt
gat orðið til þess að styrkja villukenn-ingar þeirra. Þannig varð það
að páfinn hlaut svo að segja almenna viðurkenningu sem fulltrúi
Drottins á jörðunni með guðlegu valdi frá himnum yfir kirkju og
ríki.
Þegar svo var um hnúta búið að ekki var hægt að finna eða sjá
villurnar, þá gat Djöfullinn starfað eftir eiginn geðþótta. Spámenn-
irnir sögðu að páfadómurinn mundi “hafa í hyggju að umbreyta
helgitíðum og lögum”.
Þetta var páfavaldið ekki seint á sér að
reyna. Að veita þeim sem frá heiðninni snerust eitthvað í staðinn
fyrir skurðgoðin og þannig að láta líta svo út, sem þeim væri gert
hægra fyrir með kristnina, það voru ráð þess. Til-beiðsla líkneskja og
skurðgoða komst brátt inn í tilbeiðslu hinna kristnu. Aðalkirkjuráðið
gaf loksins út skipun, þar sem skurðgoðadýrkun var innleidd. Til
[43]
þess að fullkomna þessar guðlasts athafnir, strykaði páfadómurinn í
burtu af lögmáli Drottins annað boðorðið, sem bannaði mynda-dýrk-
un eða skurðgoðadýrkun, en í stað þess var tíunda boðorðinu skift í
tvent, til þess að halda tölunni.
Sá andi sem þá ríkti í þá átt að gefa eftir fyrir heiðninni, ruddi
braut enn þá meira virðingarleysi fyrir Drotni himnanna; Djöfullinn,
sem starfaði í framkvæmd-um vanheilagra kirkju leiðtoga, átti einnig
við fjórða boð-orðið og hugsaði sér að nema úr gildi hinn forna
hvíldar-dag, daginn sem Guð hafði blessað og helga
,
en lögleiða
í stað hans hvíldardag þann er heiðingjarnir héldu og kalla hann,
“
hinn heiðursverða dag sólarinnar”. Þessi breyting var í fyrstu ekki
Dan. 7: 25.
2.
Móse 2: 2, 3.