Page 29 - Deilan mikla (1911)

Fráfallið
25
reynd opinberlega. Á fyrstu öldum kristninnar höfðu allir kristnir
menn haldið hvíld-ardaginn heilagan. Þeir báru djúpa lotningu fyrir
almætti Drottins; og með því að þeir trúðu því að lög hans væru
óumbreytanleg, gættu þeir af allri sál og öllum huga hlýðni við þau
og fastheldni. En með hinni mestu slæg-vizku vann Djöfullinn að
því að koma áformi sínu fram. Til þess að draga athygli fólks að
sunnudeginum, var sá dagur gerður að hátíðisdegi til minningar um
upprisu Krists; guðsþjónustur og bænagerðir fóru þá fram, samt var
hann talinn skemtidagur, en hvíldardagurinn eða Drottins dagurinn
var enn haldinn á laugardag.
Til þess að ryðja því máli braut sem hann ætlaði sér að koma í
framkvæmd, hafði Djöfullinn fengið Gyðinga, áður en Kristur kom
í heiminn, til þess að hlaða á hvíld-ardaginn alls konar reglum og
helgisiðum, sem gerðu helgihald hans þunga byrði. Þegar hann nú
hafði komið því til leiðar að hvíldardagurinn var þannig skoðaður
í röngu ljósi, kom hann fyrirlitningu af stað á þeim helgi-degi sem
Gyðinglegri stofnun. Og meðan kristnir menn þannig héldu áfram
að halda sunnudaginn sem gleði-hátíð, þá kom Satan þeim til þess
að skoða laugardag-inn sem dag föstu, sorga og dapurleika; var það
til þess að sýna hatur sitt til Gyðingdómsins.
Á fyrri hluta fjórðu aldar lét Konstantínus keisari boð út ganga
að sunnudagurinn skyldi eftir það vera haldinn sem almennur hátíð-
isdagur í öllu Rómaríki.
[44]
Dagur sólarinnar var haldinn helgur af hinum heiðnu borgurum
keisarans, en skoðaður sem hátíðisdagur af hinum kristnu. Það var
áform keisarans að sameina hinar andstæðu fylkingar kristninnar
og heiðindómsins. Prestar kirkjunnar fengu hann til þess að gera
þetta; voru þeir þyrstir eftir völdum og yfirráðum, og sáu það að ef
sami dagur væri helgur haldinn af heiðnum og kristnum mönnum,
þá leiddi það til þess að kristnin yrði meðtekin að nafninu til af
heiðingjum og vald og dýrð kirkjunnar yxi við það. En þótt margir
sannkristnir menn leiddust smám saman til þess að skoða sunnu-
dag-inn sem hálfhelgan dag, þá héldu þeir samt áfram að halda
helgan laugardaginn sem dag Drottins, og hlýddu þeir þannig fjórða
boðorðinu.
Erkifreistarinn hafði enn ekki lokið áformi sínu; hann var ákveð-
inn í því að safna hinum kristna heimi undir merki sitt og framfylgja
valdi sínu með starfi full-trúa síns, æðsta prestsins, sem þóttist vera