Page 30 - Deilan mikla (1911)

26
Deilan mikla
fulltrúi Krists. Hann kom fram áformi sínu með hálfsnúnum heið-
ingjum, hégómagjörnum prestum og stjórnendum og veraldlega sinn-
uðum kirkjumönnum. Stórar samkundur voru haldnar öðru hvoru,
þar sem stórmenni kirkjunnar voru saman komin úr öllum heimi.
Á hverju slíku þingi var hvíldardagurinn, sem Guð hafði stofnað,
settur skör lægra en næst á undan, en sunnudagurinn tilsvar-andi
hærra. Þannig náði hinn heiðni hátíðisdagur smátt og smátt meiri
helgi, sem guðleg stofnun, en helgidag-ur biblíunnar var talinn sem
nokkurs konar Gyðinga leifar, og loksins var helgihald laugardagsins
bannfært.
Hinn mikli antikristur hafði komist svo langt að honum hafði
tekist að hefja sjálfan sig yfir alt, “sem kallast Guð eða helgur dóm-
ur”.
Hann hafði dirfst að breyta hinu eina fyrirmæli guðlegra laga,
sem ótví-ræðilega bendir öllu mannkyni til hins sanna og lifanda
Guðs. Í fjórða boðorðinu birtist Guð sem skapari himins og jarðar
og er þar með aðgreindur frá öllum falsguðum. Þessi dagur var af
honum sjálfum helgaður til minning-ar um það að hann á sjöunda
degi hafði fullkomnað sköpunina og helgaði hann þenna sama dag
sem hvíldar-dag fyrir oss mennina um allan aldur. Átti hann að vera
[45]
til þess að halda óafmáanlegri minningu hins lifanda Guðs í huga
mannanna, sem uppsprettu tilverunnar og hátignarinnar og dýrð-
arinnar. Djöfullinn reynir að snúa mönnum frá sambandi við Guð
og frá því að hlýða honum og lögum hans; þess vegna beitir hann
áhrifum sín-um gegn því boðorðinu, sem bendir á Guð sem skapara.
Á sjöttu öldinni var páfadómurinn orðinn fastur í sessi. Vald hans
átti miðstöð sína í keisaraborginni og því var lýst yfir að biskupinn
í Róm væri höfuð allrar kirkjunnar. Páfadómurinn hafði komið í
stað heiðindómsins. Drekinn hafði veitt dýrinu “mátt sinn og hásæti
sitt og vald mikið”.
Og nú hófst 1260 ára tímabil páfadómsins og
ofsóknanna, sem frá er skýrt í spádómsbók Daníels og Opinberunar-
bókinni.
Kristnir menn voru annaðhvort neyddir til þess að afneita
trú sinni og viðurkenna páfa-trúna með siðum hennar og athöfnum,
eða að eyða æfi sinni í myrkvastofum eða líða píslardauða í kvalatól-
um, með barsmíð eða af blóðöxi. Nú voru uppfylt spámanns-orð
Jesú Krists: “En þér munuð framseldir verða jafnvel af foreldrum
2.
Þess. 2: 4.
Dan. 7: 25; Opinb. 13: 5-7.
Opinb. 13: 2.