Fráfallið
27
og bræðrum og frændum og vinum; og nokkra af yður munu þeir
lífláta. Og þér munuð verða hataðir af öllum vegna nafns míns”.
Ofsóknirnar gegn hinum trúföstu voru ákafari en nokkru sinni fyr
og ver-öldin breyttist í víðlendan orustuvöll. í hundruð ára leitaði
kirkja Krists hælis í afkymum og afviknum stöðum: “Konan flýði
út á eyðimörkina þar sem hún hefir stað fyrirbúinn af Guði, til þess
að menn ali hana þar og þar skal hún haldast við í eitt þúsund, tvö
hundruð og sextíu daga”.
Vald rómversku kirkjunnar var byrjun myrkurald-anna. Eftir því
sem vald hennar magnaðist, að því skapi óx myrkrið. Trúin var ekki
lengur á Krist, hinn rétta grundvöll, heldur páfann og Róm. Í stað
þess að full-treysta syni Guðs til syndafyrirgefninga og eilífrar sælu,
treysti fólkið páfanum og prestunum og hinum skrift-lærðu, sem
hann veitti vald sitt. Fólkinu var kent að páf-inn væri þess jarðneski
meðalgangari og að enginn gæti komist til Guðs nema fyrir meðal-
göngu hans, og enn frem-ur að hann væri þeim sama sem Guð og því
ætti að sýna honum takmarkalausa hlýðni. Broti gegn boðum hans
[46]
var hegnt með hörðustu refsingum; það var kent að Drottinn sendi
líkams og sálarkvalir og alls konar plágur þeim sem ekki hlýddu
boðum páfans. Þannig var huga fólksins snúið frá Guði og það látið í
hans stað tilbiðja skeikula, villuráfandi og grimma menn; eða réttara
sagt var því snúið frá sjálfum Guði til myrkrahöfðingjans, sem beitti
valdi sínu á þessa menn sem verkfæri sitt og hafði þá í hendi sinni.
Syndin var dularklædd í flíkum einlægninnar og heilagleikans. Þegar
heilög ritning er bönnuð og maður þykist vera óskeikull, þá er ekki
við öðru en blekkingum að búast, táldrætti og siðspillandi óréttlæti.
Með því að upphefja mannleg lög og sagnir varð spillingin augljós,
sem ávalt leiðir af því að ganga fram hjá lögum Drottins.
Þetta voru hættulegir tímar fyrir kirkju Krists. Hinir trúu merk-
isberar voru í sannleika fáir. Þó sann-leikurinn væri ekki án vitnis-
burðar, þá var svo að sjá um tíma að blekkingar og villukenningar
mundu fá yfir-hönd og sannri trú verða útrýmt af jarðríki. Boðorðin
gleymdust, en helgisiðirnir margfölduðust og fólkinu var ofþyngt
með álögum og fjárframlögum.
Lúk. 21: 16, 17.
Opinb. 12: 6.