28
Deilan mikla
Ekki var mönnum einungis kent að líta upp til páf-ans, sem með-
algangara; heldur einnig að trúa á réttlæt-ing og syndafyrirgefning
af eigin verkum. Langar píla-grímsferðir, meinlætalifnaður, dýrkun
helgra manna og jafnvel helgra hluta, kirkjubygginga, altara eða
helgi-dóma, stórar fjárgjafir til kirkna, alt þetta var fólki kent að væri
til þess að sættast við Guð, mýkja reiði hans eða öðlast hylli hans;
rétt eins og Guð almáttugur væri þeim mannlegu eiginleikum háður
að reiðast af smámunum eða blíðkast af lítilfjörlegum gjöfum eða
meinlætalifnaði!
Myrkrið sýndist vaxa. Skurðgoðadýrkun varð tíð-ari. Kertaljós-
um var haldið frammi fyrir líkneskjum og þeim voru fluttar bænir.
En á sama tíma lifðu prestarnir sjálfir í glaumi og gjálífi, lauslæti og
siðspillingu, og mátti því vænta þess að fólkið sem leit upp til þeirra
til fyrirgefningar sykki niður í djúp lasta og þekkingar-leysis.
Greinilegt dæmi þess hversu ofsafullir þessir tals-menn óskeik-
ulleikans voru, er það hvernig farið var með Hinrik IV. Þýzkaland-
[47]
[48]
[49]
skeisara. Fyrir það að hann þótti ekki sýna páfadóminum hæfilega
virðingu var hann sett-ur út af sakramentinu og rekinn frá völdum.
Skelfdur af fráhvarfi og heitingum sinna eiginn manna, sem eggj-aðir
voru til uppreistar gegn honum með valdboði páfans, sá keisarinn
sér ekki annað fært en að leita sætta við kirkjuna í Rómaborg. Ásamt
konu sinni og hinum trúa þjóni sínum fór hann yfir Alpafjöllin um
miðjan vetur, til þess að friðmælast við páfann. Þegar hann kom til
kastalans sem Gregorius hafði nýlega yfirgefið, var keisarinn leiddur
varðmannalaus út í úthýsi og þar beið hann lengi skjálfandi af kulda,
berhöfðaður, berfættur og illa til fara um hávetur eftir því að fá að
ná tali páfans. Og það var ekki fyr en hann hafði fastað og játað
syndir sínar í þrjá daga samfleitt að æðsti prestur allra náðar-sam-
legast veitti honum fyrirgefningu. Og jafnvel þá var fyrirgefningin
því skilyrði bundin að keisarinn fengi heimildir frá páfanum áður
en hann tæki sér keisara-skrúðann eða stjórnarvald. Og Gregorius
stærði sig af því að það hefði verið skylda sín “að lækka hrokann í
þessum óstýrilátu konungum”.
Engum mun dyljast sá mikli munur, sem var á þessu takmarka-
lausa drambi og hroka þessa stæriláta prests og raildi og ljúfleik
Krists, sem lýsir sjálfum sér sem þeim, er standi við dyr hjartans og
æski þar inngöngu með frið og fyrirgefningu, og sem birti mönnum