Page 33 - Deilan mikla (1911)

Fráfallið
29
kenn-ingu sína í þessum orðum: “Sérhver sá er vill verða mik-ill
yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar”.
Eftir því sem aldir liðu fram uxu stöðugt villukenn-ingarnar
frá Rómaborg. Jafnvel áður en páfadómurinn var stofnaður voru
komnar fram kenningar heiðinna heim-spekinga og höfðu haft áhrif
í kirkjunni. Margir þeirra, sem til kristni þóttust hafa snúist héldu
enn fast við heiðnar kenningar þessara heimspekinga og héldu ekki
einungis áfram að stunda þær sjálfir, heldur eggjuðu þeir aðra til
þess að gera það líka, í því skyni að auka áhrif sín meðal heiðinna
manna. Alvarlegar villur kom-ust þannig inn í kristnu trúna. Ein
þessara villa var trúin um hinn náttúrlega ódauðleika og meðvitund
manns-ins í dauðanum. Þessi kenning lagði grundvöllinn að þeirri
[50]
kenningu sem rómverska kaþólska kirkjan bygði á trúna á helga
menn og dýrkun Maríu meyjar. Af þessu leiddi einnig kenningin
um eilífar kvalir hinna óendur-fæddu, og komst sú kenning mjög
snemma inn í páfa-kirkjuna.
Þá var rudd braut annari enn þá hættulegri villu-kenningu heiðin-
dómsins, þeirri er rómverska kaþólska kirkjan nefndi hreinsunareld.
Var sú kenning til þess uppfundin og henni í því skyni beitt að hræða
hina trú-gjörnu og hjátrúarfullu alþýðu. Samkvæmt þessari villu-
kenningu er því haldið fram að til sé ákveðinn kvala-staður, þar sem
þeir séu látnir taka út hegningu, sem ekki hafi verið nógu spiltir til
eilífrar fordæmingar, og þegar þeir séu í þessum hreinsunareldi orðn-
ir lausir við syndir sínar og óhreinleik, þá verði þeim leyfð innganga
í hina himnesku sælubústaði.
Enn þá var þörf á nýrri trúarbragðalegri uppfynd-ingu, til þess
að rómverska kaþólska kirkjan gæti fitað sig á ótta og löstum þeirra,
sem henni fylgdu. Þessi upp-fynding var í því fólgin að menn gátu
óhultir syndgað um langan tíma og keypt síðan syndafyrirgefning.
Kirkjan lofaði fullri fyrirgefning allra synda drýgðra í fortíð, nútíð
og framtíð, og lausn frá öllum kvölum og allri hegningu; þessa af-
lausn fengu þeir einir, sem fúsir voru til þess að taka þátt í stríði
páfans til þess að breiða út hans jarðneska ríki, hegna óvinum hans
eða ráða þá af dögum sem dirfðust að efa hans andlega vald og yfir-
burði. Fólkinu var einnig kent það að með því að greiða kirkjunum
ákveðnar fjárupphæðir gæti það keypt sér syndakvittanir sjálfum sér,
Matt. 20: 26.