Page 34 - Deilan mikla (1911)

30
Deilan mikla
og gæti meira að segja keypt vini sína og vandamenn úr hreinsun-
areldinum og stytt þeim þannig kvalirnar þar. Með þessum ráðum
og öðrum álíka vönduðum fylti rómverska kirkjan fjárhirzl-ur sínar;
með þessu móti gat hún borist á eins og hún gerði í allskonar skrauti
og veraldlegri dýrð. Þeir sem henni stjórnuðu lifðu á þennan hátt í
alls konar löstum og óhófi. Þetta voru mennirnir, sem þóttust vera
full-trúar hans, er hvergi átti höfði sínu að að halla.
Stofnun kveldmáltíðarinnar samkvæmt heilagri ritn-ingu hvarf
nú fyrir hinum heiðinglegu fórnfæringum fjöldans. Páfaklerkarnir
töldu fólkinu trú um það með sínum heimskulegu sjónhverfingum,
[51]
að þeir breyttu ein-földu brauði og víni í virkilegan “líkama og blóð
Krists”.
Með guðlasti og yfirskyni lýstu þeir því yfir opinberlega að þeim
væri gefið vald til þess að skapa Guð, skapara allra hluta. Kristnum
mönnum var þröngvað til þess að viðlögðum kvölum og dauða, að
játa trú sína á þessa við-urstyggilegu, himinhrópandi villukenningu.
Fjöldamörg-um, sem neituðu þessu, var lifandi kastað á bál og þeir
brendir til dauða.
Á þrettándu öldinni var sú stefna sett á fót, sem djöfullegust hefir
verið upp fundin af heiðninni hér í heimi — það voru rannsókn-
ardómarnir. Myrkrahöfð-inginn hafði gert samsæri við prestastétt
páfavaldsins, Á leyniráðstefnum réði Satan og árar hans hugsunum
vondra manna; en á meðal þeirra stóð engill Drottins, án þess að
honum væri eftirtekt veitt og skrifaði niður hinar óguðlegu gjörð-
ir, sem margar voru svo viðbjóðslegar að ekki er hægt að láta þær
koma fyrir mannleg augu. “Hin mikla Babýlon” var “drukkin af
blóði hinna heilögu”.
Þúsundir limlestra píslarvotta hrópuðu til
almáttugs Drottins í himninum um hefnd yfir grimdarvald hinna
fráföllnu.
Páfinn var orðinn alheims harðstjóri. Konungar og keisarar
beygðu sig í auðmýkt fyrir skipunum hins rómverska æðsta prests.
Líðan manna bæði þessa heims og annars virtist vera á hans valdi.
Í margar aldir höfðu rómversku kenningarnar verið útbreiddar og
viðurkend-ar alment; helgisiðum páfakirkjunnar fylgt með lotning
og hátíðir hennar haldnar helgar. Klerkar hennar voru virtir og há-
Sjá fyrirlestra Wisemans kardinála, um “hina virkilegu nærveru”. 8. Íyrirlestur, 3.
kafla, 26. bls.
Opinb. 17: 5, 6.