Page 35 - Deilan mikla (1911)

Fráfallið
31
launaðir. Aldrei síðan hefir hin rómverska kaþólska kirkja náð meiri
tign, valdi né undirgefni fólks.
En “hátign páfadómsins var miðnætti heimsins”. Heilög ritn-
ing var svo að segja óþekt, ekki einungis fólkinu, heldur jafnvel
prestunum. Alveg eins og farise-arnir í fornöld hötuðu prestarn-
ir Ijósið, sem hlyti að opin-bera syndir þeirra. Lögmál Drottins,
mælikvarði rétt-lætisins var úr gildi numið; og þegar svo var komið,
var vald þeirra takmarkalaust og löstum þeirra voru engar skorður
settar. Svik, ágirnd og fjárdráttur var daglegt brauð þeirra á meðal.
[52]
Menn veigruðu sér ekki við því að fremja neinn þann glæp, sem
þeir héldu að gæti aflað þeim auðs og metorða. Öldum saman hafði
Evrópu þjóð-unum ekkert farið fram í þekkingu, lærdómi, vísind-
um né menningu. Svo mátti með réttu segja að siðferðis-legur og
menningarlegur dauðasvefn hefði gagntekið kristnina. Ásigkomulag
heimsins undir áhrifum hins rómverska valds var óttalegt og greini-
leg uppfylling á spádómsorðum Hóseasar: — “Lýður minn verður
afmáð-ur, af því hann hefir enga þekking. Af því þér hafið hafnað
þekkingunni, þá vil eg hafna yður.... og með því að þér hafið gleymt
lögmáli Guðs yðar, þá vil eg og gleyma börnum yðar”.
Því að
í landinu er engin trú-festi, né kærleikur, né þekking á Guði. Þeir
sverja og ljúga, myrða og stela og hafa fram hjá; þeir brjótast inn í
hús og hvert vígið tekur við af öðru”.
[53]
Hós. 4: 6.
Hós. 4: 1, 2.