Valdensarnir
Þrátt fyrir hið mikla myrkur sem ríkti í heiminum á dögum
páfavillunnar, gat þó ljós sannleikans aldrei með öllu sloknað. Á
öllum öldum átti Guð lærisveina er vitni báru um sannleika hans;
menn voru altaf uppi sem varð-veittu trúna á Krist, sem hinn eina
meðalgangara milli Guðs og manna; menn sem töldu heilaga ritningu
hina einu réttu og sönnu mælisnúru fyrir lífi og breytni manna og
héldu helgan hinn sanna hvíldardag. Hversu mikið mannkynið á
þessum mönnum að þakka verður aldrei ljóst; fyrir því er ómögulegt
að gera sér glögga grein.
Saga hins útvalda lýðs Guðs á dögum hins mikla myrkurs, sem
kom á eftir harðstjórnartímabili Rómverja, er rituð á himnum ein-
ungis; hér á jarðríki vita menn lítið um hana. Aðeins lítið eitt er til
sem skýri frá tilveru þeirra að undanskyldum ákærum þeirra sem
ofsóktu þá. Það var siður Rómverja að eyðileggja allan ágreining í
kenningum þeirra og dómum. Alt sem þar var talið vantrúaðs eðlis,
hvort sem það var heldur maður eða skrif, var eyðilagt eða því tor-
tímt. Efasemdir eða spurn-ingar um alveldi eða óskeikulleik páfans
eða páfakenning-anna voru dauðasök, hvort sem í hlut átti vesall
eða voldugur, auðugur eða snauður. Sömuleiðis reyndi róm-verska
kirkjan að eyðileggja allar frásagnir um grimd-arverk þau er hún
vann á andstæðingum sínum. Páfa-þing ákváðu að bækur eða skjöl
með þess háttar frásögn-um skyldu brend á báli. Áður en prentunin
fanst var lítið til af bókum og ekki þægilegt að geyma þær fáu sem
til voru; þess vegna átti páfadómurinn auðvelt með að framkvæma
þessar ákvarðanir sínar.
[54]
Í þeim löndum sem Rómverjar höfðu ekki lögsögn yfir voru í
margar aldir fjöldi kristinna manna, sem héldust svo að segja að öllu
leyti óspiltir af páfavillunni. Heiðnin var umhverfis þá á alla vegu, og
þegar aldir liðu fram urðu þeir fyrir afvegaleiðslu af villum hennar.
En þeir héldu áfram að skoða heilaga ritningu sem hina óskeikulu
mælisnúru fyrir lífi manna og breytni og fylgdu stranglega mörgum
sannindum hennar. Þessir kristnu menn trúðu á eilífan uppruna Guðs
32