Page 37 - Deilan mikla (1911)

Valdensarnir
33
orðs og þeir héldu helgan hvíldardaginn sem fjórða boðorðið skipar.
Kirkj-ur sem þessari trú og þessum siðum fylgdu voru í Mið-Afr-
íku og meðal Armeniu manna í Asíu. En allra þeirra sem mótstöðu
veittu páfavaldinu, voru Valdensarnir at-kvæðamestir. Einmitt í því
landi, þar sem páfadómurinn hafði grundvallað höfuðaðsetur sitt,
þar var honum ein-lægast og stöðugast veitt mótstaða. Svo öldum
skifti héldu kirkjurnar í Piedmont sjálfstæði sínu. En loks-ins kom
þar að rómverska valdið krafðist þess að þær yrðu sér háðar. Eftir
árangurslausa baráttu gegn harð-stjórn þess urðu þessar kirkjur nauð-
ugar að beygja sig undir vald þess afls er allur heimurinn sýndist
verða að lúta. Fáeinir voru þeir þó, sem með öllu neituðu að hlýða
boðum páfans eða prestanna. Þeir voru ákveðnir í því að halda sér
fastir við Guð og varðveita hreinleika og einfaldleika trúar sinnar.
Þá varð sundrung, þeir sem fylgdu stöðugt gömlu trúnni sögðu sig
úr félagi við hina; sumir fóru frá fjalllendi því þar sem þeir voru
fæddir og uppaldir og hófu merki trúar sinnar í fjarlægum löndum;
aðrir flýðu í fjallagjár og hellisskúta og varðveittu þar sína réttu
trú og tilbáðu hinn eina og sanna Guð. Trúar-brögð þau sem um
margar aldir voru kend og boðuð af Valdensum voru gagn ólík þeirri
villukenningu, sem kend var í kirkjunum í Róm. Trú þeirra var bygð
á hinu skrifaða Guðs orði; hinni sönnu kristni; þeir héldu fram trú
hinnar postullegu kirkju, “þeirri trú, sem heilögum hefir eitt skifti
fyrir öll verið í hendur seld”.
Söfnuð-urinn á eyðimörkinni”, en
ekki hið drambsama klerka-vald, sem sett hefir sjálft sig í hásæti á
hinum mikla höfuðstað veraldarinnar, var hin rétta og sanna kirkja
Krists; verndari sannleiksfjársjóðanna, sem Drottinn hef- ir trúað
[55]
sínum útvalda lýð fyrir, að hann útbreiði hana hér á jarðríki.
Valdensarnir voru meðal hinna fyrstu í Evrópu að fá ritninguna
þýdda; hundruðum ára á undan siðabótinni áttu þeir handrit af biblí-
unni á sinni eigin tungu. Þeir höfðu óblandaðan sannleikann og fyrir
þetta voru þeir sérstaklega hataðir og ofsóttir. Þeir lýstu því yfir að
rómverska kirkjan væri hin fráfallna Babýlon, sem spáð er um í
Opinberunarbókinni og þeir lögðu líf sitt í háska með því að lýsa
því yfir skýrt og skorinort að þeir skyldu berjast gegn spillingunni.
Þó sumir létu undan í trú sinni, eftir langar og miklar ofsóknir, sem
þeir urðu að þola og slægju af smátt og smátt, þá héldu aðrir fast
Júd. 3.