34
Deilan mikla
við sannleikann. Á öllum öldum hins mikla andlega myrkurs voru
uppi Valdensar sem neituðu yfirráðum páfakirkjunn-ar, afneituðu
líkneskjatilbeiðslu sem hjáguðadýrkun og héldu helgan hinn sanna
hvíldardag. Guðsótti þessara fáu fylgjenda Krists kom fram blátt
áfram, einlægur og ákafur. Þeir möttu meira sannleikann en hús eða
lönd, frændur og vini og jafnvel meira en lífið sjálft. Þetta reyndu
þeir trúlega að innræta hinum ungu; þeir byrjuðu á börnunum og
kendu þeim og unglingunum að skilja heilaga ritningu og innrættu
þeim að bera heilaga virð-ingu fyrir lögum og boðum Guðs. Fáir
áttu biblíuna og þess vegna urðu menn að læra utanbókar hið heilaga
orð.
Andi Krists er útbreiðslu andi. Allra fyrsta þrá hins endurfædda
hjarta er sú að koma öðrum til þess að trúa á frelsarann. Þannig
var andi hinna kristnu Valdensa. Þeir fundu til þess að Guð mundi
krefjast meira af þeim en þess að þeir vernduðu orð hans og sann-leik
trúarinnar hreint í kirkjunni. Þeir fundu til þeirrar heilögu ábyrgðar
sem þeim hvíldi á herðum að láta ljós sitt skína fyrir þeim er í myrkri
ráfuðu. Með hinu mikla afli Guðs orðs reyndu þeir að slíta þá fjötra,
sem róm-verska kirkjan hafði lagt á menn. Prestar þeirra voru æfðir
sem trúboðar og áttu þeir allir að vinna trúboðs-störf og var þess
krafist að þeir fengju fyrst æfingu í út-breiðslu náðarboðskaparins.
Hver þeirra átti að vera þrjú ár trúboði áður en hann fengi að taka
að sér fastan söfnuð heima fyrir. Þetta útheimti í byrjun starfsins
sjálfsafneitun og ósérplægni og var því góður undirbún- ingur undir
[56]
prestsstöðuna á þeim tímum, sem þörf var á miklum sálarstyrkleik.
Ungir menn sem tókust á hendur hina helgu prestsstöðu sáu ekki
framundan sér verald-lega dýrð og auðæfi, heldur líf fult af starfi
og erfiðleik-um, alls konar hættum og ef til vildi píslarvættis dauða.
Trúboðarnir fóru út tveir og tveir saman, alveg eins og Kristur sendi
út lærisveina sína. Venjulega var með hverjum ungum manni og
óreyndum annar eldri og reynd-ari, og átti hinn síðarnefndi þá að
hafa nokkurs konar gæzlu á þeim yngri; harm átti að bera ábyrgð á
því að hann lærði trúboðsstarfið, og átti hinn aftur á móti að hlýða
kenningum og fara eftir ráðum þess eldra. Þessir samverkamenn
voru ekki ávalt saman, en mættust oft til bænahalds og ráðagerða,
og styrktu þannig hvor annan í trúnni.
Starf þessara manna hófst á sléttum og í dölum við fjallaræturnar
heima fyrir, en þeir færðu sig áfram smátt og smátt þangað til þeir