Valdensarnir
35
voru komnir yfir fjöllin. Ber-fættir og tötrum klæddir, ferðalúnir eins
og lærisveinar meistarans fóru þeir um stórborgir og til fjarlægra
landa. Alstaðar sáðu þeir hinu góða sæði. Kirkjur risu upp hvar
sem þeir fóru og blóð píslarvottanna vitnaði um sannleikann sem
þeir kendu. Á degi Drottins kemur í ljós mikil uppskera af störfum
þessara manna, þegar þær sál-ir verða taldar sem fyrir þeirra áhrif
snerust til réttrar trúar. Þegjandi og hljóðalaust komst orð Drottins
þann-ig smám saman með kenningum kristninnar inn á heimili og
inn í hjörtu manna, sem glaðir og fagnandi veittu því móttöku.
Valdensarnir skoðuðu heilaga ritningu ekki aðeins sem sögu um
skifti Guðs við mennina á fyrri dögum og opinberun á ábyrgð þeirra
og skyldum nú, heldur skýring á hættum og dýrð í framtíðinni. Þeir
trúðu því að ekki væri langt að bíða dómsdags; og með því að þeir
lásu ritninguna með bænum og tárum, hafði hinn djúpi sann-leikur
enn þá meiri áhrif á þá, og fylti þá enn þá meiri löngun til þess að
kunngjöra öðrum hinn frelsandi sann-leika, er í henni faldist. Þeir
sáu sáluhjálpar vegina greinilega birtast í hinni helgu bók og þeir
fundu huggun, frið og von í því að trúa á Jesús. Með því að Guðs orð
lýsti upp hjarta þeirra og skerpti skilning þeirra, og veitti þeim frið,
[57]
[58]
[59]
þá fýsti þá að gera aðra hluttakandi í sömu sælu og varpa geislum
inn í myrkur páfavillunnar. Þeir sáu það að undir umsjón páfa og
presta var fjöldinn af fólkinu að reyna að fá syndafyrirgefningu
með því að kvelja sína eigin líkami; héldu þeir að með því móti
yrðu syndir afplánaðar. Þeim var kent að treysta á réttlæt-ingu af
góðverkum sínum; þeir miðuðu alt við sjálfa sig; þeir höfðu hugann
sífeldlega á sínum eigin syndum; þeir sáu sjálfa sig undirorpna
reiði Guðs og kvöldu sig bæði andlega og líkamlega, en fundu þó
hvergi frið. Þannig voru samvizkusamir trúaðir menn fjötraðir í
kenningum rómversku kirkjunnar. Þúsundir manna yfirgáfu vini sína
og vandafólk og eyddu æfi sinni í klausturklefum. Með stöðugum
föstum og sjálfspintingum, með miðnæt-urvökum; með stöðugum
bænalegum á rökum og hörð-um steingólfum í hinum óvistlegu
híbýlum sínum; með löngum pílagrímsferðum; með lítillækkandi
sjálfshirting-um og kvölum, sem tæplega er hægt að lýsa, reyndu
þús-undir manna að ná friði við Guð og samvizku sína. Þeir voru
niðurþyngdir af byrði synda sinna; nokkrum fanst sem Guð reiðinnar
nálgaðist sífelt og lifðu því í stöðugum og sívaxandi ótta og skelfingu
og þannig eyddu margir allri æfi sinni, þangað til þeir vesluðust út af