Page 40 - Deilan mikla (1911)

36
Deilan mikla
í eymd og volæði, án þess að sjá hinn minsta geisla af andlegu ljósi
eða von og lögðust til hinnar hinstu hvíldar með óútmál-anlegum
kvíða.
Valdensana fýsti að brjóta brauð til saðnings þessum hungruðu
sálum; að flytja þeim friðarboðskapinn sem boðaður er í Guðs orði
og benda þeim til Krists, sem hinnar einu vonar og sáluhjálpar. Sú
kenning að góð-verk geti afplánað brot gegn lögmáli Guðs álitu þeir
að væri bygð á villu eða misskilningi. Það að reiða sig á mannlegan
verðleika kemur í bága við kenninguna um hina eilífu ást Jesú Krists.
Kristur dó til þess að frelsa mennina, því hið fallna mannkyn gat
ekkert gert af sjálfsdáðum til þess að friðþægja sjálft sig við Guð.
Hinn krossfesti og upprisni frelsari er grundvöllur hinnar kristnu
trúar. Sál vor er eins háð Kristi, í raun og sannleika, og samband
hennar við hann verður að vera eins virkilegt, eins og hvers einstaks
lims við líkama vorn eða vínviðar greinanna við vínviðinn sjálfan.
[60]
Kenningar páfa og presta höfðu komið mönnum til þess að skoða
eðli Guðs og jafnvel Krists, sem alvöru þrungið, sorgfult og bannandi.
Frelsarinn var prédikað-ur samhygðarlaus við mennina í syndum
þeirra, og þess vegna urðu prestarnir að vera meðalgangarar milli
hans og þeirra. Þeir sem hlotið höfðu ljós í sálu sinni fyrir lærdóm
Guðs orðs, vildu leiðbeina þessum döpru sálum til Krists, sem hins
hluttakanda og elskanda frelsara, með útréttum líknarörmum, bjóð-
andi öllum að koma til sín með syndabyrði sína og áhyggjur. Þeir
vildu reyna að ryðja burt þeim hindrunum, sem freistarinn hafði lagt
á leiðir mannanna, til þess að þeir skyldu ekki sjá né skilja loforð
Guðs orðs og koma til Drottins síns með syndajátninguna og hljóta
frið og fyrirgefningu.
Þeir voru margir sem ekki létu blekkjast af kenning-um róm-
versku kirkjunnar. Þeir sáu hversu ófullkomin hlaut að vera meðal-
ganga manna eða engla milli Guðs og syndaranna. Þegar þeir sáu hið
rétta ljós í huga sínum glöddust þeir og sögðu: “Kristur er prestur
vor; blóð hans er fórn vor; altari hans er játningarstaður vor”. Þeir
köstuðu sér með fullu trúnaðartrausti og fullum synda-játningum í
faðm Jesú Krists, og treystu honum. Þeir sögðu í sífellu: “Án trúar er
ómögulegt að þóknast honum”.
Eigi er heldur annað nafn undir
Heb. 11: 6.