Valdensarnir
37
himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum
að verða”.
Fullvissan um ást frelsarans var svo að segja óskiljan-leg sumum
af þessum þjáðu sálum, sem hrakist höfðu um höf freistinganna og
mótlætisins. Svo mikill léttir var það sem slík kenning flutti; svo
mikið og bjart ljós var það sem hún veitti inn í sálir manna að þeim
fanst eins og þeir væru lifandi fluttir í bústað sælunnar. Þeir lögðu
hendur sínar í hendur Krists með fullu trúnaðar-trausti, þeir stóðu
föstum fótum á traustu bjargi.
Pannig var Guðs orð boðað og lesið í leynistöðum, stundum af
einstökum mönnum, stundum af litlum söfnuði manna sem þráði
ljós og sannleika. Oft var á þennan hátt vakað heilar nætur. Svo
mikil var undrun og svo djúpur áhugi þeirra sem á hlýddu að sá er
náðarboðskapinn flutti þurfti ekki oft að hætta fyr en hinir skildu
sáluhjálpar- atriðin. Oft spurðu menn spurninga eins og þessara:
[61]
“
Er það víst að Guð vilji þiggja fórnir mínar? Getur hann virkilega
brosað mér sem barni sínu? Getur hann í raun og sannleika fyrirgefið
mér? “ pá var svarið lesið úr hinni heilögu bók á þessa leið: “Komið
til mín allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og eg mun veita
yður hvíld”.
Með trú sinni skildu menn þetta fyrirheit og svöruðu á þessa
leið: “Hér eftir þurfum vér ekki að fara neinar langar pílagrímsferðir,
né neinar erfiðar leiðir að hinu helga altari. Nú megum vér koma til
Krists rétt eins og vér erum, syndugir og vanhelgir, og hann mun ekki
fyrir-líta bænir þær, sem vér flytjum honum í iðrun og auð-mýkt”.
“
Syndir þínar skulu þér fyrirgefnar”. “Syndir mínar, já, jafnvel mínar
geta fyrirgefist” sögðu þeir. Heilagur gleði straumur fylti hjörtu
þeirra og nafn Jesú Krists var dýrðlegt gjört með helgum söngum og
lof-gjörðum. Þessar sælu sálir fóru frá bænasamkomum til heimila
sinna til þess að kveikja ljós trúar og huggunar; til þess að skýra fyrir
öðrum eins vel og þeim var unt þá nýju reynslu sem þeir höfðu hlotið;
skýra það fyrir mönn-um og sanna þeim það að þeir hefðu fundið
hinn lifanda og sanna sáluhjálparveg. Það var hulið og heilagt afl í
orðum heilagrar ritningar, sem talaði beint til hjartna þeirra er þráðu
Postulas. 4: 12.
Matt. 11: 28.