38
Deilan mikla
sannleikann. Það var rödd Drottins, og henni fylgdi sannfærandi
kraftur til allra sem hana heyrðu.
Það út af fyrir sig að þetta fólk var til og hélt fast við trú gömlu
kirkjunnar, var stöðugur vitnisburður þess að rómversku kenning-
arnar voru villukenningar og frá-falls; og þess vegna átti sér stað
hið beiskasta hatur og hinar svæsnustu ofsóknir. Neitun þess að láta
af trú þeirri sem heilög ritning flutti var það brot sem róm-verska
kirkjan og páfavaldið gátu ekki þolað. Þess vegna var það ákveðið
að uppræta þessa menn af jörðinni. Nú hófust hinar grimdarfylstu
ofsóknir, sem hugsast gátu, gegn þessu fólki í fjallaheimkynnum
þess. Njósnarar voru látnir fylgja þeim eftir hvar sem þeir fóru og
dráp hins saklausa Abels af völdum hins blóðþyrsta Kains var oft
og einatt endurtekið. Hvað eftir anr. að var hið frjó-sama land þeirra
lagt í eyði; bústaðir þeirra og bænahús brend; þar sem áður voru
[62]
blómlegir akrar og friðsöm heimili saklausra manna og starfsamra
sást ekki annað en gróðurlaus eyðimörk.
Eins og æði hvers óargadýrs eykst við hvern blóð-dropa sem það
bragðar, þannig magnaðist ofsi páfadóms-ins þegar hinir rétttrúuðu
urðu að þola ofsóknir. Margir hinna trúu votta Guðs voru ofsóttir
þangað sem þeir höfðu flúið, hinu megin fjallanna; þeir voru leitaðir
uppi í dölum, þar sem þeir höfðu valið sér griðastað í ofsókn-unum,
inni á milli hárra skóga og himingnæfandi kletta
Ekki var hægt að koma fram með neinar kærur né ásakanir gegn
þessu ofsótta fólki, því líferni þess var hreint og flekklaust, eftir því
sem verið getur með mann-legar verur. Jafnvel óvinir þeirra lýstu því
yfir að þess-ir menn væru guðhræddir, friðsamir og ráðvandir. Aðal-
atriðið sem þeim var gefið að sök var það að þeir vildu ekki tilbiðja
Guð á þann hátt sem páfinn fyrirskipaði. Fyrir þennan glæp urðu
þeir að þola allar hörmungar, kvalir, þrautir og píslir, sem mannlegar
og djöfullegar ofsóknir gátu upphugsað.
Þegar páfadómurinn í Róm ákvað það að uppræta af jarðríki
þennan hataða mannflokk, þá var gefið út skjal af páfanum sjálfum,
þar sem þeir voru fordæmdir sem villutrúarmenn og heimild gefin
til þess að ráða þá af dögum.Þeir voru ekki ákærðir sem letingjar
né óráð-vandir menn, heldur var þeim gefið það að sök að þeir
hefðu á sér guðræknis-og helgiblæ, sem líklegur væri til þess að
blekkja og afvegaleiða “sauði úr hinni sönnu hjörð”. Þess vegna
skipaði Páfinn svo fyrir að þessir “óguðlegu og svívirðilegu menn