Page 43 - Deilan mikla (1911)

Valdensarnir
39
skyldu vera drepnir eins og eitraðir höggormar, ef þeir ekki bættu
ráð sitt”. Skyldi þessi ofstopafulli harðstjóri hafa búist við að sjá
þessi orð aftur? Skyldi honum hafa komið það til hugar að þau væru
rituð í bækur hins altsjáanda á himnum og að þar sæi hann þau á
degi dómsins? “pað sem þér gerið einum af þessum mínum minstu
bræðrum”, sagði Kristur, “það hafið þér mér gert”.
Leiðtogar páfakirkjunnar vildu ekki haga lifnaði sínum eða
breytni eftir fyrirmælum Guðs orðs eða hinum miklu lögum hans,
heldur skráðu þeir sjálfir lífs-reglur til þess að fylgja, og voru þeir
ákveðnir í því að krefjast þess að allir aðrir fylgdu þessum reglum
[63]
þeirra, af því þær væru fyrirskipaðar í Róm. Hörmulegustu kvala
aðferðir voru upphugsaðar. Óguðlegir prestar og páfar framkvæmdu
öll hugsanleg grimdarverk, sem Djöfullinn lét þá vinna. Miskunn
og mannkærleikur var þeim óþektur. Sami andinn sem krossfesti
Krist og líf-lét lærisveina hans; sami andinn sem stjórnaði hinum
blóðþyrsta Neró í ofsóknum hans gegn hinum trúföstu á hans dög-
um, stjórnaði einnig verkum þessara manna þegar þeir hugsuðu sér
að uppræta af jarðríki alla þá, er trúir væru og kærir hinum lifanda
Guði.
Ofsóknir þær og hörmungar sem þessir guðhræddu menn urðu
að líða, báru þeir með þögn og þolinmæði í margar aldir og lofuðu
stöðugt og tilbáðu frelsara sinn og herra. Þrátt fyrir ofsóknirnar gegn
þeim og þrátt fyrir það þótt þeir væru líflátnir hópum saman, héldu
þeir áfram að senda menn út um heiminn til þess að sá hinu góða
sæði. Þeir voru ofsóttir hvert sem þeir fóru og drepnir þegar tækifæri
gafst; en blóð þeirra vökvaði sæð-ið sem þeir höfðu sáð og ávextirnir
duldust ekki. Þannig vitnuðu Valdensarnir um Guðs orð og almætti
heilum öld-um fyrir daga Lúters. Þeir fóru víða um lönd og sáðu
sæði siðabótarinnar, sem hófst á dögum Wycliffes, festi djúpar og
víðtækar rætur á dögum Lúters og heldur áfram vexti og þroska til
daganna enda. Þessu sæði verður hér eftir sem hingað til sáð af þeim,
sem viljugir eru að leggja í sölurnar alt sem þeir hafa til “fyrir sakir
orðs Guðs og vitnisburðar Jesú”.
[64]
Opinb. 1: 9.