John Wycliffe
Fyrir siðabótina voru til aðeins örfá eintök af biblíunni, en Guð
hafði ekki látið orð sitt með öllu glatast. Sannleikur þess átti ekki að
vera dulinn um alla eilífð. Hann átti eins auðvelt með að leysa orð
lífsins og hitt að opna dyr fangelsa og myrkvastofa til þess að frelsa
þjóna sína. Í ýmsum löndum Evrópu þráðu menn að leita auð-æfa
sannleikans, ekki síður en veraldlegra fjársjóða. Guðs andi stjórnaði
hugsunum þeirra þegar þeir leituðu sannleikans; hann benti þeim
á hina helgu bók og þeir lásu hana og lærðu með óútmálanlegri
ástundun. Þeir voru fúsir að veita ljósinu móttöku hvað sem það
kost-aði þá. Þegar sálir þeirra meðtóku boð frá himni ofan fóru þeir
af stað; slitu fjötra villunnar og hjátrúarinnar og kölluðu til þeirra
sem lengi höfðu verið í þrældómi og hvöttu þá til þess að rísa upp
og vera frjálsir. Um marg-ar aldir hafði Guðs orð ekki verið til nema
á því máli, sem örfáir skildu, og engir nema lærðir menn að undan-
skildum Valdensunum. En nú var kominn tími til þess að býða Guðs
orð og fá það í hendur þjóðum ýmsra landa á þeirra eigin máli.
John Wycliffe var fyrirrennari siðabótarinnar, ekki einungis á
Englandi heldur einnig um öll hin kristnu lönd. Hin miklu mótmæli
hans gegn páfadóminum urðu aldrei þögguð niður; hann var útvalinn
til þess að bera þau fram og kynna þau öllum heimi. Þessi mótmæli
byrjuðu baráttuna sem til þess varð að veita einstaklingsfrelsi mönn-
um, kirkjum og þjóðum. Wycliffe hafði fengið góða mentun og hjá
honum var ótti Drottins upphaf spekinnar. Hann hafði orð á sér í
skóla fyrir einlæga guðrækni og jafnframt fyrir frábærar gáfur og
[65]
lærdóms hæfileika. Hann leitaði upplýsinga í öllum efnum eins og
þyrstur maður leitar vatns. Hann hafði lært verald-lega heimspeki;
kenningar kirkjunnar, borgaraleg lög, helzt í sínu eigin landi. Þegar
hann hafði síðar valið sér lífsstarf kom þetta honum alt að góðu
haldi. Þekking hans á hinni flóknu heimspeki þeirra daga gerði hon-
um það mögulegt að sýna fram á villukenningar hennar. Lærdómur
hans í lögum lands og kirkju veitti honum vopn í hendur þegar hann
hóf baráttu sína fyrir borg-aralegu og trúarbragðalegu frelsi. Hann
40