Page 45 - Deilan mikla (1911)

John Wycliffe
41
hafði í fyrsta lagi fengið þannig í hendur sér þau vopn, sem Guð
gefur mönnum bezt í baráttu góðra málefna, og auk þess hafði hann
lært skólaagann og vissi hvaða lagi var heppilegast að fylgja þegar
við lærða menn var að eiga. Hinir miklu hæfileikar þessa manns;
hinn fullkomni og víðtæki lær-dómur hans og hinir óútmælanlegu
mannkostir hans unnu honum virðingu og áhrif jafnt óvina sem vina.
Fylgjendur hans sáu það og fundu sér til mikillar gleði að leiðtogi
þeirra var einn hinna allra mikilhæf-ustu manna þjóðarinnar; og
óvinir hans og andstæðingar sáu að ekki var til neins að reyna að
mæta honum með hinum algengu og handhægu vopnum svokallaðrar
fyrir-litningar; því þeir gátu ekki haldið því fram að hér væri um
fáfróðan mann að ræða, sem ekki vissi hvað hann færi með né heldur
var hægt að segja að hann væri ístöðulítill og áhrifalaus.
Þegar Wycliffe var á háskóla tók hann að lesa biblíuna. í þá daga
þegar biblían var aðeins til á gömlu málunum, gátu lærðir menn
komist að uppsprettulindum sannleikans, en þeim var lokað fyrir
hinum ólærðu og mörgu. Þannig hafði þegar verið rudd braut fyrir
fram-tíðar siðbótastarf Wycliffes.
Lærðir menn höfðu lesið Guðs orð og höfðu fundið hinn mikla
sannleika um hina frjálsu náð Drottins, eins og hún birtist þar. Í
kenningum sínum höfðu þeir breitt út þekkingu á þessum sannleika
og komið öðrum til þess að snúa sér til þessara lifandi spádóma.
Þegar hugur Wycliffes snerist að biblíunni, tók hann að rannsaka
hana með þeim sama fullkomleika, sem gerði hann að viðurkendum
meistara í vísindum. Hingað til hafði hann fundið til sárrar þrár, sem
[66]
hvorki vísindi né lærdómur í veraldlegum efnum, né kirkjan eins og
hún var gátu fullnægt. í Guðs orði fann hann það sem hann áður hafði
leitað árangurslaust. Nú sá hann opin-beraðan sáluhjálparveginn og
Krist sem hinn eina tals-mann vor allra. Hann gaf sjálfan sig Kristi á
vald og strengdi þess heit að útbreiða ríki hans og þann sann-leika
er hann hafði fundið.
John Wycliffe var að því leyti eins og eftirmenn hans í siðabót-
astarfinu, að hann vissi ekki í byrjun hvert það mundi leiða hann.
Hann setti sig ekki beint upp á móti valdinu í Róm af ásettu ráði; en
fastheldni hans við sannleikann hlaut að koma honum í baráttu gegn
villukenn-ingunum. Því glöggar sem hann sá villur páfadómsins,
því alvarlegar hélt hann fram kenningum ritningarinnar. Hann sá
að páfakenningarnar í Rómaborg höfðu vikið frá hinum verulega