42
Deilan mikla
sannleika guðsorðs og sett í þess stað mannasetningar. Hann ákærði
prestana vægðarlaust um það að þeir hefðu kastað frá sér heilagri
ritningu og krafðist þess að biblían væri aftur prédikuð fólkinu og
skýrð fyrir því og hún aftur viðurkend í kirkjunni í sinni réttu og
sönnu mynd.
Wycliffe var dugandi og einarður kennari og mælsk-ur prédikari
og í dagfari sínu og breytni var hann í ströngu samræmi við það er
hann kendi. Þekking hans á biblíunni; sá kraftur sem fylgdi orðum
hans; hans óskeikula röksemdafærsla; hreinleiki lífs hans voru ó-
hrekjandi vitni þess hversu gott mál hann hafði að boða; ráðvendni
hans og hugrekki og takmarkalausa ósér-plægni vann honum al-
menna virðingu, álit og traust. Margir höfðu orðið óánægðir með
sína fyrri trú, þegar þeir sáu hinn mikla ójöfnuð, sem ríkti í róm-
versku kirkjunni, og var boðskap þeim er Wycliffe flutti tekið tveim
höndum með opinberri ánægju. En leiðtogar páfa-kirkjunnar fyltust
reiði þegar þeir urðu þess varir að þessi siðabótamaður hlaut meiri
tiltrú og traust hjá fólkinu en þeir höfðu.
Wycliffe hafði glögt auga fyrir villum og hann reiddi til höggs og
hjó á rætur margra illra kenninga, sem helgaðar voru af hinum háu
leiðtogum í Róm. Þegar hann var bænahaldsmaður eða hirðprestur
hjá konung- inum, þá barðist hann eindregið á móti skatti þeim er
[67]
páfinn krafðist af stjórnanda Englands; sýndi hann fram á að það
vald sem páfinn tæki sér væri bæði andstætt heilbrigðri skynsemi og
opinberun Guðs orðs. Kröfur páfans höfðu vakið mikla gremju og
kenningar Wycliffes höfðu mikil áhrif á leiðandi stórmenni þjóðar-
innar. Konungurinn og aðalsmennirnir sameinuðust í því að neita
kröfum páfans um veraldlegt vald og afsögðu að greiða þá skatta, er
hann krafðist. Þannig fékk páfa-valdið rothögg á Englandi.
Annari óhæfu barðist John Wycliffe einnig á móti, það var sú
plága sem förumunkarnir leiddu yfir þjóðina. Þessir förumunkar voru
sú byrði á Englandi, bæði fjár-hagslega og á ýmsan annan hátt að
engu tali tók. Þeir svo að segja nöguðu allar rætur allra framfaramála
og lífsskilyrða, svo sem siðferði, iðnað, verzlun, mentun og fleira.
Þessir betlandi förumunkar urðu ekki einungis til þess að eyða fé og
vistum manna, heldur komu þeir þannig ár sinni fyrir borð að ærleg
vinna var fyrirlitin. Þeir siðspiltu æskulýðnum og afvegaleiddu hann;
þeir fengu marga til þess með áhrifum sínum að ganga í klaustur og
fórna lífi sínu í þarfir páfakirkjunnar. Þetta var ekki einungis gert