John Wycliffe
43
á móti vilja foreldranna, heldur jafnvel án þess að þau vissu af og
þvert á móti fyrirmæl-um þeirra.
Páfinn hafði veitt þessum förumunkum vald til þess að láta fólk
skriftast og veita því syndafyrirgefningu. Þetta magnaðist ár frá ári
og var orðið verulegt þjóðar-böl. Flökkumunkarnir hugsuðu ekki
síður um pyngjuna en sáluhjálpina og voru þeir svo fúsir til þess
að veita syndafyrirgefningar að alls konar illþýði og glæpamenn
þyrptust til þeirra; árangurinn varð sá að verstu lestir og ólifnaður
tók þjóðina heljartökum. Hinir veiku og félausu liðu og þjáðust
líknarlaust, en það fé sem til þess hefði átt að fara að hjálpa þeim fór
til flökkumunkanna; þeir heimtuðu ölmusu af fólkinu með ógnum
og heiting-um, og töldu þá vera djöfulsins börn og útskúfuð frá
eilífri sælu sem ekki tækju þjónum Drottins— þeim sjálf-um— með
opnum örmum. Þrátt fyrir það þótt þessir flökkumunkar þættust
vera blásnauðir, jókst auður þeirra ár frá ári og eftir því sem þeir
bygðu sér fleiri og skraut- legri hús og eftir því sem þeir lifðu í
[68]
meira sællífi, eftir því ágerðist fátækt og vesaldómur þjóðarinnar. Og
með-an þeir sjálfir lifðu þannig í “vellystingum praktuglega”, sendu
þeir út á meðal fólksins fáfróða menn í sinn stað, sem ekkert höfðu
fram að flytja skynsamlegt né upp-byggilegt, heldur sögðu alls konar
kynjasögur og undra-viðburði og skrítlur fólkinu til skemtunar og
aðhláturs. Þetta varð til þess að fólkið komst enn þá dýpra undir áhrif
munkanna. Og flökkumunkarnir héldu föstum tök-um á fólkinu og
var hjátrú og hindurvitni þar sterkasta aflið. Létu þeir menn trúa því
að allar trúarlegar skyldur vorar væru í því fólgnar að viðurkenna
vald páfans, til-biðja dýrðlingana og gefa munkunum sem ríflegast.
Þetta var fólkinu kent að væru einu öruggu sáluhjálpar atriðin.
Lærðir menn og guðhræddir höfðu unnið að því árangurslaust að
koma á siðbótum innan þessara munka félaga; en Wycliffe sá lengra
en aðrir og hann reiddi öxina að rótum hins rotna trés; hann lýsti því
yfir að þetta fyrirkomulag væri spilt í sjálfu sér og að það ætti að
falla um koll. Hann byrjaði á því að skrifa og gefa út flugrit á móti
flökkumunkunum; ekki eins mikið til þess að komast í deilur við
þá eins og til hins að beina athygli fólksins að biblíunni og höfundi
hennar. Hann lýsti því yfir að páfinn hefði ekki fremur vald til þess
að fyrirgefa syndir né fordæma menn en hver annar prestur og að
enginn geti í raun og sannleika verið for-dæmdur eða útilokaður frá
kirkjunni og guðsríki nema því að eins að hann hafi fyrst leitt yfir