44
Deilan mikla
sig fordæming hins almáttuga guðs. Á engan hátt hefði hann fremur
getað reynt með áhrifum að kollvarpa hinu risavaxna veldi páfans í
veraldlegum og andlegum efnum, en ein-mitt með þessu. Þúsundir
sálna voru fjötraðir fangar í þessu volduga musteri, nú var ráðist á
það með þeim brotvopnum sem skæðust gátu fundist.
Páfinn þrumaði innan skamms fordæmingardóma sína gegn John
Wycliffe. Þrjú bannfæringaskjöl voru send til Englands, eitt til há-
skólans, annað til konungsins og hið þriðja til biskupanna. Í öllum
þessum skjölum var þess krafist að tafarlausar og duglegar aðferðir
yrðu teknar til þess að láta þennan villutrúarmann þagna.
[69]
Áður en bannfæringarskjölin komu höfðu biskuparnir þegar
stefnt Wycliffe að mæta fyrir sér til rannsóknar; en tveir hinna allra
voldugustu konunglegu manna í rik-inu fylgdu honum fyrir réttinn
og fólkið þyrptist kring-um bygginguna og tróðst inn; létu menn svo
til sín taka í réttarsalnum að dómarinn þorði ekki annað en fresta
málinu og leyfa Wycliffe að fara heim óáreittum. Skömmu síðar var
það að Játvarður konungur þriðji, sem þá var hniginn á efra aldur
og prestarnir reyndu að æsa á móti siðbótamanninum, andaðist eftir
stutta legu, og tók sá við völdum er fyr hafði haldið verndarhendi
yfir Wycliffe.
En þegar skjöl páfans komu til Englands var sú krafa lögð á
herðar allrar þjóðarinnar að taka fastan villutrúarmanninn og varpa
honum í fangelsi. Nú var ekki um mörg úrræði að tala. Það virtist nú
engum efa bundið að Wycliffe yrði að falla sem fórn fyrir hefnigirni
valdsins í Rómaborg. En sá sem sagði forðum: “Óttast þú ekki,... eg
er þinn skjöldur”,
hann rétti enn út verndarhendi sína til að bjarga
þjóni sínum. Dauðinn var við dyrnar; ekki við dyr siðabótamannsins,
heldur hins volduga andlega höfðingja, sem ákveðið hafði Wycliffe
dauða. Gregorius XI. lézt og dómstóllinn sem komið hafði saman
og skipaður var prestum, leystist upp við þessa frétt.
Forsjón Drottins tók enn þá í taumana til þess að útbreiðsla siða-
bótarinnar gæti haldið áfram. Þegar Gregorius dó var páfakosningin
um tvo menn, er and-stæðir voru hvor öðrum. Báðir þóttust rétt
kosnir til stöðunnar og báðir þóttust óskeikulir. Hvor um sig ákallaði
alla rétttrúaða menn að hjálpa sér og herja á hinn; las hvor um sig
fordæmingarþulur gegn hinum svo að fyrnum og fádæmum sætti,
1.
Móse 15: 1.