Page 49 - Deilan mikla (1911)

John Wycliffe
45
en lýsti því yfir að sælu-vist væri þeim vís í himnaríki er sér fylgdi
að málum.petta atvik veikti stórum veldi páfans. Þessir and-stæð-
ingar höfðu fult í fangi að veita hvor öðrum árásir, og var því John
Wycliffe í friði um tíma. Bölbænir og fordæmingaskjöl bárust frá
páfa til páfa og voðalegir blóðstraumar runnu til þess að veita fylgi
á báðar hliðar. Glænir og svívirðingar voru daglegir viðburðir innan
[70]
kirkjunnar. Á meðan þessu fór fram var siðbótamaður-inn í ró og
næði hjá söfnuði sínum í Lutterworth; vann hann þar stöðugt að því
að benda mönnum frá hinum stríðandi páfum og hinum óguðlegu
deilum upp til Jesú Krists— friðarhöf ðingjans.
Wycliffe fylgdi dæmi meistara síns að því leyti að hann flutti
kenningar sínar og gleðiboðskap hinum fátæku. Hann lét sér þó
ekki nægja að útbreiða sannleikann meðal alþýðunnar í sínu eigin
umdæmi í Lutterworth, heldur ásetti hann sér að láta boðskapinn
berast út um alt England. Til þess að koma þessu fram stofnaði hann
prédikarafélag; voru það óbrotnir, alþýðlegir menn og guðhræddir;
þeir elskuðu sannleikann og þráðu ekkert fremur en að vinna að
útbreiðslu hans. Þessir menn fóru út í allar áttir; þeir prédikuðu á
strætum og gatnamótum í stórbæjum og á verzlunartorgum og úti
um þjóðvegi. Þeir leituðu upp hina öldruðu, hina sjúku og fátæku og
fluttu þeim gleðiboðskap hins algóða Guðs.
En mesta afreksverk Wycliffes átti að verða þýðing hans á ritn-
ingunni á enska tungu. í bók sem heitir: “Um sannleik og þýðing
ritningarinnar” skýrði hann frá því að hann ætlaði sér að þýða biblí-
una til þess að hver einasta manneskja á Englandi gæti lesið á því
máli sem hann skildi hið undraverða orð Drottins.
En verk hans hætti fyr en varði. Þó hann væri tæplega sextugur
að aldri og hraustur að heilsu upphaf-lega, hafði hann átt erfiða daga,
unnið yfir megn fram, lagt á sig lestur og lærdóm og orðið fyrir alls
konar of-sóknum óvina sinna; heilsa hans var því farin að lamast og
hann varð gamall fyrir aldur fram. Hann veiktist af hættulegri sýki.
Þessar fréttir veittu flökkumunkunum ósegjanlega gleði. Nú héldu
þeir að hann mundi ein-læglega iðrast þeirrar mótstöðu er hann hafði
veitt kirk unni og þeir flýttu sér til híbýla hans til þess að geta borið
vitni um afturhvarf hans. Fulltrúar frá fjórum trúar-bragðaflokkum
og fjórir veraldlegir valdsmenn þyrptust í kring um manninn, sem var
í andarslitrunum. “Dauð-inn er á vörum þínum” sögðu þeir “Láttu
hjarta þitt hrærast af misgerðum þínum og afturkallaðu í nærveru