46
Deilan mikla
vorri alt það, sem þú hefir sagt oss til móðgunar”. Sið-bótamaðurinn
hlustaði þegjandi á mál þeirra um stund; síðan bað hann vini sína að
[71]
[72]
[73]
reisa sig upp í rúminu; hann horfði framan í andstæðinga sína með
stöðugu augnaráði, þar sem þeir biðu öruggir eftir iðrunarorðum
hans og afturköllun; loksins sagði hann við þá með sömu sterku,
stöðugu röddinni, sem svo oft hafði komið þeim til að óttast: “Eg dey
ekki; eg held áfram að lifa; og eg skal aftur kunngjöra hið óguðlega
athæfi flökkumunkanna”. Munkarnir urðu bæði hryggir og hissa og
flýttu sér á brott frá hinum veika manni.
Orð Wycliffes komu fram. Hann lifði til þess að fá löndum sínum
í hendur voldugasta vopnið sem til var gegn páfavillunni og Róma-
borgarvaldinu. — Það var biblí-an, hinn himinsendi túlkur frelsis,
upplýsinga og gleðiboð-skapar til allra þjóða á jarðríki. Margir voru
steinarnir og stórir á veginum að þessu takmarki. Wycliffe var farinn
að heilsu; hann vissi að starfskraftar hans gátu ekki enzt nema fá ár;
hann sá mótstöðuna sem hann hlaut að mæta; en styrktur af loforðum
Guðs orðs hélt hann áfram við verk sitt, hvað sem á vegi kynni að
verða. Á meðan hann var í broddi lífsins, með fullu fjöri og ólömuðu
þreki, hafði hann verið valinn og undirbúinn af Guði, sem sérstakur
þjónn hans, til þess að framkvæma einmitt þetta mikla og áríðandi
hlutverk. Á meðan ófrið-urinn geysaði um öll hin kristnu lönd, starf-
aði siðabóta-maðurinn að þessu verki í ró og næði á heimili sínu í
Lutterworth, án þess að gefa gaum þeim dynjanda og því stórviðri,
sem fram fór úti fyrir.
Loksins var verkið af hendi leyst, — fyrstu ensku þýðing biblí-
unnar var lokið. Öllu enskumælandi fólki var veittur aðgangur að
Guðs orði. Nú lét siðbótamaðurinn sig litlu varða fangelsi eða pínu-
pósta. Hann hafði fengið þjóð sinni í hendur ljós, sem aldrei átti
að slokna. Með því að gefa löndum sínum biblíuna á þeirra eigin
máli hafði hann gert meira til þess að brjóta fjötra fávizk-unnar og
ólifnaðarins, meira til þess að frelsa land sitt og lyfta því upp en
nokkurn tíma hafði veirð gert á orustu-völlum í frægustu stríðum og
styrjöldum.
Prentlistin var enn óþekt; var það því aðeins með löngum tíma
og mikilli fyrirhöfn að hægt var að gera afrit af biblíunni. Svo mikill
var áhugi manna að ná í bókina að margir urðu til þess að verja
öllum tíma sínum til þess að gera afrit af henni; en eftirspurnin var
[74]
svo mikil að tæplega höfðu afritsmennirnir við að sinna pöntunum.