Page 51 - Deilan mikla (1911)

John Wycliffe
47
Sumir hinna auðugri kaupenda vildu fá biblí-una alla skrifaða; aðrir
keyptu einungis afrit af ýmsum pörtum hennar. Oft gengu mörg
heimili í félag til þess að kaupa eina biblíu. Þannig komst biblía
Wycliffes smám saman á mörg heimili út á meðal fólksins.
Wycliffe birtist eins og björt stjarna á hinum myrkva himni
miðaldanna. Enginn hafði verið fyrir-rennari hans, sem hann gæti
stuðst við eða lagað sig eftir að því er siðbótaaðferð snerti. Hann var
alinn upp eins og Jóhannes skírari til þess að framkvæma sérstakt
hlutverk og var boðberi nýrrar aldar eða tímabils. Samt sem áður
var regla og niðurröðun í siðbótastarfi hans; í verkum hans kemur
fram fullkomleiki og eining, sem síðari tíma siðbótamenn hafa ekki
komist lengra í og sem sumir náðu ekki, jafnvel 100 árum síðar. Svo
breiður og djúpur var sá grundvöllur er hann lagði, svo varanleg og
haldgóð var grindin í musteri því er hann bygði, að ekki var þörf
á neinum breytingum þegar aðrir komu síð-ar og lögðu hendur á
starfið.
Wycliffe var meðal hinna allra atkvæðamestu sið-bótamanna. Í
fjölhæfni og gáfum, í hugsanaskýrleik, í staðfestu fyrir sannleikann,
í einbeittni að verja hann voru þeir fáir er við hann jöfnuðust af
síðari tíma mönn-um, sem við siðbótastörf fengust. Líferni hans
var svo hreint; hin óþreytandi lærdómsþrá og lestrarfýsn og hin
mikla starfselja; hin óviðjafnanlega ráðvendni og kristi-lega ást og
trú á Drottinn einkendu hina fyrstu siðbóta-menn. Og þetta er því
aðdáanlegra þegar tillit er tekið til þess hve mikil fávizka og spilliag
átti sér stað á þeim öldum sem framleiddu þessa menn.
Mannkostir Wycliffes eru vitnisburður um þá ment-un og það
umbreytingarafl sem hið heilaga Guðs orð hefir í sér fólgið. Það
var biblían sem gerði hann það sem hann var. Tilraunirnar til þess
að skilja hinn mikla sannleika opinberunarinnar veitir afl og þrótt
og árvekni og skerpir öll skilningarvit. Það gerir sjóndeildarhring-
inn víðari og bjartari; það skerpir hina andlegu sjón og þroskar
dómgreindina. Lestur biblíunnar göfgar huga hvers manns, tilfinn-
ingar hans og þrá meira en nokkuð annað. Það veitir staðfestu í
[75]
áformum, hugrekki og þrek; það siðfágar manneðlið og helgar sál-
ina. Einlæg guðinnblásin rannsókn ritninganna, sem flytur hugsun
hins lesanda manns nær hinni takmarkalausu og alfull-komnu hugs-
un vor algóða föður, veitir heiminum full-komnari menn, sterkari
og starfsamari andlega og líkam-lega og auk þess miklu göfgari