48
Deilan mikla
menn og betri en nokkru sinni hafa framleiðst fyrir lestur og lærdóm
veraldlegrar heimspeki: “Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa
vitra”,
segir sálmaskáldið.
Kenningar Wycliffes héldu áfram að útbreiðast um tíma. Fylgj-
endur hans voru nefndir Wycliffingar eða Lollardar; þeir útbreiddu
gleðiboðskapinn ekki einungis út um alt England, heldur til annara
landa. Þegar nú leiðtogi þeirra var fallinn frá, prédikuðu þeir með
enn þá meiri áhuga en fyr og fólk þyrptist til þeirra úr öllum áttum
og hlustaði á kenningar þeirra. Sumir hinna heldri — og jafnvel
drotningin — snerust til hinnar sönnu trúar. Víða sáust mikil merki
og áhrif þessara kenninga í lífi manna og breytni og skurðgoða-
líkneskin frá Rómaborg voru tekin úr kirkjunum. En brátt skall á
vægðarlaus stormur ofsóknanna og ógnaði þeim er svo djarfir höfðu
gerst að veita móttöku biblíunni, sem reglu og mælisnúru fyrir lífi
sínu. Stjórnendurnir á Englandi vildu styrkja sitt veraldlega vald
með fylgi páfavaldsins í Róm og veigruðu sér ekki við því að fórna
til þess siðabótamönn-unum. Í fyrsta skifti á Englandi var gefið út
bann gegn boðendum fagnaðarerindisins þar í landi. Hver píslar-
vætt-isdauðinn rak annan. Talsmenn sannleikans voru ofsóttir, píndir
og kvaldir. Þeir stóðu uppi varnarlausir og gátu ekkert annað en
hrópað í angist sinni til Guðs síns í himninum. Þeir voru ofsóttir sem
óvinir kirkjunnar og landráðamenn, en héldu þó áfram að prédika á
leyndum stöðum, leituðu þeir hælis þar sem bezt gekk á heimilum
hinna fátæku og földu sig jafnvel oft í helium og jarð-sprungum.
Þrátt fyrir ofsóknir og hefnigirni voru þeir rólegir, staðfastir,
einlægir, þolinmóðir og trúir Drotni sínum og mótmæltu eindregið
spillingu þeirri, sem átti sér stað í ríkiskirkjunni, og þessu héldu
þeir áfram um komandi aldir. Hinir kristnu á fyrri öldum höfðu
[76]
aðeins part af sannleikanum, en þeir höfðu lært að elska Guð og
hlýða boðum hans, og þeir voru fúsir að þola ofsóknir og hörm-
ungar hans vegna; eins og lærisveinar Krists fórnuðu þeir hinum
veraldlegu gæðum fyrir málefni Krists. Þeir sem leyfi fengu eða
frið til þess að dvelja á heimilum sínum, skutu ánægðir skjólshúsi
vfir hina ofsóttu bræður sína, og þegar þeir voru svo einnig reknir
burt tóku þeir því með jafnaðargeði að hrekjast um landið sem
útlagar. Að vísu verður því ekki neitað að þúsundir manna voru
Sálm. 119: 130.