Page 53 - Deilan mikla (1911)

John Wycliffe
49
hræddir með ofsóknum prestanna til þess af afneita trú sinni, til
þess að kaupa sér frelsi og flýja skelfingu; fóru þeir úr fangelsunum
í iðrunarklæðum, til þess að auglýsa afturhvarf sitt. En hinir voru
margir — og meðal þeirra menn af tignum ættum ekki síður en
lágum — sem báru óskelfdir vitnisburð sannleikans í fangaklefunum
í “Lorrards turninum”, og mitt í kvölum og eldi glöddust yfir því
að þeir væru taldir meðal þeirra, sem verðugir væru þess að verða
hluttakandi í píslum Krists”.
Það var fyrir áhrif þess er Wycliffe skrifaði að Jóhann Húss
frá Bæheimi hóf baráttu sína gegn róm-verska valdinu og gerðist
siðbótamaður. Þannig var það í þessum tveimur löndum, þótt langt sé
á milli, að sæði sannleikans festi rætur. Frá Bæheimi breiddist starfið
ut til annara landa. Hugum manna var bent á hið Iöngu gleymda
orð Drottins. Guðleg hönd var að undirbúa veginn fyrir hið mikla
siðabótastarf.
[77]