Húss og Jerome
Gleðiboðskapurinn var fluttur í Bæheimi þegar á níundu öld.
Biblían var þýdd og guðsþjónustur fóru fram á tungumáli þjóðarinn-
ar. En eftir því sem vald páfans magnaðist bar minna á Guðs orði.
Gregorius VII., sem hafði sett sér það fyrir markmið að brjóta niður
tign kon-unga, var engu síður ákafur í því að leiða fólkið í þræl-dóm.
Var því gefið út páfabann við því að halda opin-berar guðsþjónustur
á máli Bæheimsmanna. Páfinn lýsti því yfir að það væri velþóknan-
legt hinum alvalda kon-ungi himins og jarðar að tilbeiðsla hans og
dýrkun færi fram á máli sem þjóðin ekki skildi, og kvað hann margar
trúarvillur og margt ilt hafa leitt af því að þetta boð hefði ekki verið
haldið. Þannig skipaði páfinn svo fyrir að ljós Drottins skyldi slökt
og fólkinu skyldi vera haldið í myrkri. En Guð hafði sjálfur útvalið
aðra leið til þess að vernda kirkju sína hér á jörðinni. Margir þeirra
sem fylgdu Valdensunum og Albigensunum, sem reknir voru frá
heimilum sínum á Frakklandi og ítalíu og ofsóttir á allar lundir, flýðu
til Bæheims. Þótt þeir þyrðu ekki að kenna opinberlega, þá útbreiddu
þeir Guðs ríki trúlega í leyni. Þannig var hin rétta trú vernduð öldum
saman.
Fyrir daga Húss voru menn í Bæheimi, sem risu upp og for-
dæmdu opinberlega þá spillingu, sem átti sér stað í kirkjunni og þá
kúgun sem fólkið varð að þola. Starf þeirra vakti yfirgripsmikla eft-
irtekt. Prestavaldið varð óttaslegið og boðendur fagnaðarerindisins
voru of-sóttir. Þeir urðu að flytja orð Drottins í skógum og á fjöllum
uppi; voru þangað sendir eftir þeim hermenn til ofsóknar og margir
þeirra voru sviftir lífi. Að nokkrum tíma var sú skipun út gefin að
[78]
hver sá er viki frá boðum rómversku kirkjunnar skyldi vægðarlaust
brendur á báli. En samtímis því að hinir kristnu menn létu líf sitt
horfðu þeir fram í tímann með von um sigur máli sínu. Einn þeirra
sem fluttu þá kenningu að “sannarleg sáluhjálp fengist einungis fyrir
trúna á Jesúm Krist og hann kross-festan”, sagði á deyjanda degi:
“
Ofsóknir fjandmanna sannleikans gegn oss, buga oss um stundar
sakir, en þeir ráða ekki að eilífu. Sá mun upp rísa meðal alþýðunnar,
50