Page 55 - Deilan mikla (1911)

Húss og Jerome
51
sem hvorki beitir sverði né ofbeldi og gegn honum munu þeir ekki
standast”. En þá var langur tími til komu Lúters, en sá var í nánd,
sem bar þann vitnisburð gegn rómverska valdinu, og opnaði augu
þjóðanna.
Jóhann Húss var af fátækum alþýðumanna ættum; misti hann
snemma föður sinn og varð munaðarlaus. Móðir hans áleit að góð
mentun og guðsótti væri bezti arfur, sem foreldrar gætu eftirlátið
börnum sínum; þetta hvorttveggja reyndi hún því að veita syni
sínum. Húss stundaði nám við héraðsháskóla og bjó sig síðan til
náms við háskólann í Prag; fékk hann þar styrk sem kölluð var
ölmusa. Móðir hans fylgdi honum til Prag. Hún var félaus ekkja
og átti engan veraldlegan auð til þess að láta syni sínum í té, en
þegar þau nálguðust hina miklu borg féll hún á kné og bað Guð fyrir
föðurlausa drengnum sínum; bað um blessun hans og vernd. Þá hefir
móðurina ekki grunað hvernig þeirri bæn mundi svarað.
Á háskólanum skaraði Húss brátt fram úr öðrum vegna sinnar
frábæru ástundunar og hinna miklu gáfna, en mannkostir hans og
prúðmenska áunnu honum virð-ing og álit allra manna. Hann var
einlægur fylgjandi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og leitaði stöðugt
þeirrar blessunar, sem hún þykist veita. Einhverju sinni var það á
kirkjulegri hátíð að hann gerði játningu sína; lagði hann þá síðustu
aurana sem hann átti í eigu sinni í guðskistuna og var í hópi þeirra
sem leituðu syndakvitt-unar þeirrar, sem kirkjan heitir. Þegar hann
hafði lokið undirbúningsnáminu tók hann að lesa guðfræði og ásetti
sér að verða kaþólskur prestur; fékk hann brátt á sig mikið álit og
varð innan skamms handgenginn hjá hirð konungsins. Hann var
gerður að háskólakennara og síð- ar að háskólastjóra við menta-
[79]
stofnun þá, er áður hafði veitt honum mentun. Á fáum árum höfðu
hagir ölmusu-piltsins í skólanum breyst þannig að hann var orðinn
augasteinn þjóðar sinnar og nafn hans var orðið víðfrægt um alla
Evrópu.
En það var á öðrum svæðum sem Húss hóf siðabóta-starf sitt.
Nokkrum árum eftir að hann var vígður til prests var hann skipaður
prédikari í bænahúsinu Bethlehem. Sá er þann söfnuð stofnaði hafði
lagt mikla áherzlu á að þar skyldi prédika á máli landsmanna sjálfra.
Þrátt fyrir mótstöðu rómversku kirkjunnar hafði útbreiðsla Guðs
orðs á þessu máli ekki með öllu orðið bæld niður í Bæheimi. En fólk
var mjög illa að sér í biblíunni og lestir af verstu tegund voru algengir