Page 56 - Deilan mikla (1911)

52
Deilan mikla
meðal allra stétta manna. Þessa lesti fordæmdi Húss hlífðarlaust og
óhik-að; vitnaði hann í Guðs orð til þess að sýna fram á að sannleikur
sá og hreinleiki er hann heimtaði væri í sam-ræmi við það.
Borgari einn í Prag er Jerome hét og síðar varð mjög handgeng-
inn Húss, hafði flutt með sér frá Englandi verk Wycliffes. Drotningin
á Englandi, sem hafði snúist til kenninga Wycliffes, var bæheimsk
konungs dóttir, og var það einnig fyrir áhrif hennar að verk Wyclif-
fes náðu mikilli útbreiðslu í ættlandi hennar. Húss las þessi rit með
næmri eftirtekt. Hann sannfærðist um að höfundur þeirra væri ein-
lægur, kristinn maður, og hneigðist hann brátt að þeim kenningum
er hann flutti. Hafði Húss þegar óafvitandi leiðst út á þá braut, sem
átti að leiða hann í burt frá rómversku kirkjunni.
Um þetta sama leiti komu tveir óþektir menn til Prag frá
Englandi. Þeir voru lærðir menn og höfðu með-tekið Ijós þekk-
ingarinnar og sannleikans og komið til Prag til þess að útbreiða það
þar. Þeir byrjuðu með því að ráðast á vald páfans, en yfirvöldin tóku
brátt í taumana og bönnuðu þeim málfrelsi, en með því að þeir vildu
ógjarna hætta starfi sínu, urðu þeir að taka til annara ráða. Með því
að þeir voru listamenn ekki síður en pré-dikarar reyndu þeir að boða
fólkinu áhugamál sín á þann hátt. Á almennum stað máluðu þeir
tvær myndir; önnur þeirra sýndi innreið Krists í Jerúsalem, “hóg-
væran ríð- andi á asna”,
og lærisveina hans fylgjandi honum í
[80]
slitn-um klæðum og berfætta. Á hinni myndinni sást páfinn í full-
um skrúða með þrefalda kórónu, ríðandi á skrautleg-um hesti með
dýrum reiðtýgjum; fóru á undan honum flokkur manna með bumb-
um og hljóðfæraslætti, en á eftir komu heilir herskarar kardinála og
skriftlærðra manna í alls konar veraldlegu skrauti.
Þarna var prédikun, sem allir hlutu að veita athygli, í hvaða
flokki eða stöðu sem þeir voru. Fjöldi fólks þyrptist þangað sem
myndirnar voru til þess að horfa á þær og tala um þær. Engum gat
dulist siðferðiskenning-in sem þarna var flutt á þögulan hátt, og
margir urðu djúpt snortnir af þeim hinum mikla mismun hógværðar-
innar og lítillætisins sem kom í ljós hjá meistaranum Jesú Kristi og
hinu mikla drambi og hroka páfans hins vegar, sem þóttist vera þjónn
Krists. Herrann auðmjúk-ur og lítillátur, þjónninn drambsamur og
hrokafullur. Afar mikil hreyfing komst á í borginni Prag, og svo kvað
Matt. 21: 5.