Page 57 - Deilan mikla (1911)

Húss og Jerome
53
ramt að því að hinir ókunnu menn sáu sér ekki annað fært en að
flýja. En kenningin sem þeir höfðu flutt og boðað gleymdist ekki.
Þessi mynd hafði djúp áhrif á huga Húss og kom honum til þess að
lesa nákvæmar biblíuna og ritverk Wycliffes. Þótt hann væri jafnvel
ekki enn til þess búinn að fallast á allar kenningar Wycliffes, þá sá
hann betur og greinilegar villur páfa-dómsins og hið verulega eðli
hans en áður, og fordæmdi nú með meiri ákafa hrokann, drambið og
spillingu klerka-valdsins.
Frá Bæheimi skein ljós sannleikans til Þýzkalands. Óeirðir sem
áttu sér stað í háskólanum í Prag urðu til þess að hundruð náms-
manna frá Þýzkalandi fóru þaðan. Margir þeirra höfðu fengið fyrstu
þekkingu sína á biblí-unni af kenningum Húss, og þegar þeir komu
heim beindu þeir geislum þekkingarinnar og sannleikans út um alla
ættjörðu sína.
Fréttin um það sem gerst hafði í Prag barst ti! Rómaborgar og
var nú Húss stefnt til þess að mæta fyrir páfanum. Að hlýða boði
páfans var sama sem að ganga út í opinn dauðann. Konungurinn
og drotningin í Bæheimi, háskólastjórinn, ýmsir háttsettir embættis-
[81]
menn og stjórnin í landinu tóku saman höndum og báðu páfann þess
fyrir hönd Húss að hann mætti vera kyr í Prag og senda fulltrúa til
þess að mæta fyrir páfan-um. í stað þess að veita þetta hélt páfinn
áfram að rann-saka málið; fordæmdi hann Húss og setti bann á
borgina Prag.
Á þeim dögum var slíkt bann ægilegt í mesta máta. Reglurnar
sem því fylgdu að framfylgja banninu voru allar sniðnar á þann hátt
að vekja ótta og skelfingu hjá því fólki, sem skoðaði páfann sem
fulltrúa sjálfs Drottins almáttugs, sem hefði í hendi sér lyklavald
himnanna og helvítis og hefði umboð til þess að fordæma menn
bæði tímanlega og eilíflega. Það var trú manna að hlið himna-ríkis
væru lokuð fyrir fólki frá þeim stöðum, sem slíkt bann var lagt á.
Þangað til páfanum þóknaðist að aftur-kalla bannið var þeim sem
þar dóu haldið frá sælubú-stöðum hinna framliðnu. Sem útvortis
teikn þessa voða banns var á slíkum stöðum forboðin prédikun Guðs
orðs í allri mynd. Kirkjum var lokað; hjónavígslur fóru fram utan
kirkju; hinum dauðu var neitað greftrunar í kirkju-görðum og var
þeim holað ofan í óvígða mold án allra kirkjulegra athafna, úti á víða
vangi. Þannig var það að með boðum og reglum, sem höfðu sterk