54
Deilan mikla
tök á ímynd-unarafli fólksins reyndi rómverska kirkjan að stjórna
samvizku manna og hafa alt í eigin hendi.
Hingað til hafði Húss verið aleinn í starfi sínu; en nú kom fram
Jerome og studdi hann í siðbótastarfinu; hafði hann áður orðið gagn-
tekinn af ritum Wycliffes, en hann kyntist og las á Englandi. Hér eftir
voru þessir tveir menn óaðskiljanlegir samstarfsmenn og dauðinn
fékk ekki slitið þá heldur. Jerome var gæddur frábærum gáfum, óvið-
jafnanlegri mælsku; aðdáanlegum lærdómi og þekkingu, og ávann
honum þetta alment fylgi fólksins. En í þeim atriðum sem þá eru
nauðsynleg þegar mest á reynir var Húss honum enn þá fremri. Hin
mikla stilling og dómgreind Húss kom honum að góðu liði til þess
að halda aftur af Jerome, sem var ákafur í land og fullur hita. En
Jerome beygði sig með barnslegri undirgefni undir ráð hans; því
hann skildi það hversu hygginn hann var og heilráður. Sameinað
starf þessara manna veitti siðbótinni byr undir báða vængi. Drottinn
lét bjart ljós skína í hugum þessara útvöldu manna, og lét þá skilja
[82]
margar af páfavillunum í Rómaborg. En þeir urðu ekki hluttakendur
alls þess Ijóss er heiminum veittist síðar. Fyrir verk þessara sinna
útvöldu þjóna leiddi Drottinn fólkið út úr myrkri villukenninga hins
rómverska páfa-dóms; en þeir áttu margskonar erfiðleikum að mæta,
og hann leiddi þá áfram fet fyrir fet jafnótt og þeir voru færir um
að halda áfram. Þeir voru ekki færir um að sjá bjartasta ljósið alt í
einu. Þeir voru eins og menn sem dvalið hafa í myrkvastofu; þeir
eru ekki færir um að koma út í dagsljósið um miðjan dag og horfa
á hina sterku geisla himinsólarinnar. Hefði þannig verið farið að
við þá, hefðu þeir, ef til vill hörfað til baka. Þess vegna opinberaði
Drottinn leiðtogum sínum smátt og smátt, jafnótt og fólkið gat skilið
og meðtekið kenningar þeirra.
Öld eftir öld átti það fyrir þjóðunum að liggja að eignast nýja
og nýja leiðtoga, til þess að leiða fólkið áfram lengra og lengra á
vegum sannleikans og þekk-ingarinnar í siðabótaáttina.
Með meiri og meiri ákafa þrumaði Húss gegn sví-virðingum
þeim, sem fólkið varð að þola.
Aftur var borgin Prag bannfærð og Húss flýði til ættborgar sinnar.
Nú var hann hættur að vitna um sann-leikann í hinu litla bænahúsi
Bethlehem; hann átti það fyrir sér að liggja að vitna frá þeim stað
þar sem fleiri heyrðu mál hans — fyrir öllum heiminum, áður en
hann léti líf sitt sem píslarvottur fyrir sannleika Drottins.